Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Danskt drykkjarvatn
Skoðun 28. september 2020

Danskt drykkjarvatn

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir

Sumarið kom, sá og sigraði með ferðalögum landsmanna um land allt. Blómlegar sveitir með sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túnum og einstök náttúra landsins allsráðandi allt um kring. Verandi kúabóndi er lítið um sumarfrí fyrr en hausta tekur, svo þegar tækifærið loksins kom var pakkað ofan í tösku og lagt land undir fót.

Mér finnst fátt annað skemmtilegra en að keyra um sveitir landsins, helst fyrir utan þjóðveginn, í dölum og fjörðum þar sem búskapur er lífið, því fyrir mér er lífið í kringum landbúnaðinn. Þegar rökkva tók var svo loksins komið að áningarstað fyrir nóttina, huggulegt vinsælt hótel í einum firðinum, sem var nánast fullbókað fyrir nóttina þó langt væri liðið á septembermánuð.

Ákveðið var að snæða á veitingastað hótelsins sem bauð upp á fyrirfram ákveðinn 3 rétta matseðil með nautalund í aðalrétt. Þegar dásemdarnautalundin var reidd fram spurði bóndinn, að sjálfsögðu, hvort lundin væri íslensk? Nei, nautalundin var dönsk. Svo ég spyr, getum við virkilega ekki gert betur?

Heiðbrá Ólafsdóttir.

Eftir að hafa ferðast um og notið landsins okkar endaði ferðalagið á danskri nautalund, bið ég um í það minnsta að eiga valið. Valið um að geta stutt við íslenska matvælaframleiðslu á sama tíma og það er verið að lækka verð til bænda, einmitt sökum aukins innflutnings og um leið er þrengt að bændum sem eru geymdir á biðlistum hjá sláturhúsum landsins sem telur oft í mánuðum. En hefur neytandinn valið?

Upprunamerking matvæla á veitingastöðum er mikið kapps­mál sem verður að koma til framkvæmda hið fyrsta. Um leið og upprunamerking matvæla á veitingastöðum er komin til framkvæmda er valið komið til neytandans. Valið um að geta sett fram þær kröfur um að fá að njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða, alla leið ferðalagsins, alla leið á diskinn.

Myndir þú grípa danskt drykkjarvatn á flösku í stað þess íslenska út í verslun?

Styðjum íslenskan efnahag, alla leið. Gerum kröfur um upprunamerkingar matvæla, alla leið á diskinn.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...