Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 24. nóvember 2020

Daði Már settur aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands undirrituðu í gær samning um að dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, gegni starfi aðstoðarrektors við Landbúnaðarháskóla Íslands tímabundið út þetta skólaár. Daði Már mun sinna starfinu í 50% starfshlutfalli og áfram gegna 50% starfsskyldum sem prófessor við Hagfræðideild.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands segir: „Það er mikill fengur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að fá Daða Má til starfa sem aðstoðarrektor. Á þessu skólaári er áhersla lögð á gæðamál skólans í kjölfarið á nýrri stefnu sem samþykkt var á síðasta ári. Unnið er að eflingu náms og kennslu og alþjóðlegu og innlendu samstarfi. Þá er undirbúningur að gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla hafinn og mun Daði Már styðja við nýjar fagdeildir sem eru að fara í gegnum slíka úttekt í fyrsta sinn,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ég er afar spenntur fyrir því tækifæri að fá að taka þátt í starfi Landbúnaðarháskólans. Ég á marga góða kollega við skólann og ber sterkar taugar til hans enda fyrrverandi nemandi. Ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni. Margar af stærstu áskorunum samtímans eru innan fræðasviðs skólans sem fela í sér miklar áskoranir en einnig mikla sóknarmöguleika,“ segir Daði Már. Daði Már lét af störfum sem sviðsforseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í sumar eftir að hafa gegnt því embætti í sjö ár.

Landbúnaðarháskóli Íslands er náinn samstarfsskóli Háskóla Íslands. Það er afar gott að þessir samstarfsskólar skiptist á starfsfólki þegar það hentar. Daði Már er reynslumikill fyrrverandi fræðasviðsforseti við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun í hlutastarfi skila góðu starfi sem aðstoðarrektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég óska honum og Landbúnaðarháskólanum velfarnaðar,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...