Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Stórt lamb, þar sem leiðbeint er um hvernig hægt er að nota vír með handfangi á til að ná því út.
Á faglegum nótum 27. apríl 2023

Burðarhjálp

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðburður er á næsta leiti og þá er gott fyrir bændur að hafa aðgengi að góðu leiðbeiningarefni um burðarhjálp.

Fyrir þremur árum voru fyrstu leiðbeiningarmyndböndin úr smiðju þeirra Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð, og Axels Kárasonar dýralæknis gefin út á YouTube-rásinni „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“ og síðan hafa þau stöðugt verið uppfærð og endurskoðuð. Að sögn Karólínu hafa margir haft not af myndböndunum og fær hún iðulega fyrirspurnir um hvar sé hægt að nálgast þau, þegar líður að sauðburði.

Vandamálið greint í skrefum

Myndböndin eru alls 23 í dag á íslensku, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Leiðbeiningarmyndböndin eiga að ná til nærri allra hugsanlegra burðarvandamála og liggja myndbönd Karólínu til grundvallar sem hún hefur tekið upp á mörgum og mismunandi sauðfjárbúum á undanförnum árum. Þá veitir Axel innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Öll myndbönd og ákvarðanatréð má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:

Á íslensku

Á þýsku

Á ensku (öll youtuberásin - velja spilunarlistann „á ensku/in English“ til að sjá ensku útgáfurnar)

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...