Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Steina Valsdóttir.
Oddný Steina Valsdóttir.
Fréttir 24. mars 2020

Búgreinarnar þurfa að standa betur saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Oddný Steina Valsdóttir á að baki mikla reynslu þegar kemur að félagsmálum sauðfjárbænda. Hún sat í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda frá 2012 til 2019 og var formaður samtakanna í tvö ár. Hún segir helsta verkefni nýrrar stjórnar BÍ vera að sameina krafta búgreinafálaganna til að vinna að sameiginlegum málum þeirra.

„Ástæðan fyrir því að ég gaf kost á mér í stjórn Bændasamtakanna núna er  fyrst og fremst vegna utanaðkomandi beiðna um að gera það og að sjálfsögðu einnig áhugi á málefnum bænda. Að fara inn í stjórn Bændasamtakanna var sannarlega ekki eitthvað sem ég stefndi að en mér er alls ekki saman um hvernig landbúnaðurinn þróast og geti ég lagt þar lóð á vogarskálar þá er það mér kært.“


Samvinna og sjálfstæði

„Helsta málið sem blasir við að þurfi að ná utan um er að sameina bændur undir merki Bændasamtakanna. Sjálf hef ég þá sýn að Bændasamtökin þurfi að tengja búgreinafélögin betur saman og láta þeim líða sem hluta af öflugum samtökum en á sama tíma geti búgreinarnar haft ákveðið sjálfstæði um sín stefnumál. Á sama hátt standi allar búgreinar með öflugum hætti að sameiginlegum samtökum og styðji við starf þeirra.

Við þurfum að nýta samlegðaráhrifin og sameina kraftana. Bændur sem frumframleiðendur matvæla hafa brýnt erindi við samfélagið, það dylst engum þessa dagana. Það er því mikilvægt að bændur alls staðar á landinu, hvers konar búskap sem þeir stunda, finni sig innan heildarsamtaka bænda. Þannig geta bændur og landbúnaðurinn eflst og náð að gera sig betur gildandi í umræðunni.

Bóndi í Butru

„Ég og maðurinn minn, Ágúst Jensson, erum bændur að Butru í Fljótshlíð og búum þar ásamt þremur börnum. Við erum með um 500 fjár, erum í nautaeldi auk þess sem Ágúst vinnur við smíðar hluta úr ári.“
Oddný er fædd og uppalin í Úthlíð í Skaftártungu og er Skaft­fellingur í föðurætt en Þing- og Eyfirðingur í móðurætt. Hún flutti í Fljótshlíð og hóf búskap þegar hún og maður hennar tóku við rekstri á Butru árið 2004.

Hún sat í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda frá 2012 til 2019 og var formaður samtakanna tvö síðustu árin og hún var í hópi stofnenda Ungra bænda og í fyrstu stjórn þeirra.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...