Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2024.

Þær stöllur skoruðu 56,7 prósent og voru meira en einu og hálfu prósenti hærri en konurnar sem lönduðu öðru sæti, þær Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir. Í þriðja sæti urðu Þorgerður Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir.

Mótið fór fram í Síðumúlanum, húsnæði Bridgesambands Íslands, en alls tóku 13 pör þátt. Í spili 75, undir lok mótsins, sást að sumar valkyrjurnar slógu ekki af í sagnhörkunni eins og vera ber. Svo mikil var löngunin til að vinna slemmu í spilinu sem hér fer á eftir að þrjú pör melduðu sex hjörtu!

Þar sem tveir ásar eru úti og ekki eyða í nokkrum lit segir sig sjálft að sú sem spilar slemmu er dæmd til að gefa út töluna í dálk andstæðinganna, eða hvað?

Samt er málið ekki alveg einfalt.

Ef vörnin spilar til dæmis hlutlaus út trompi getur sagnhafi í suður kastað tveimur laufum í blindum niður í tígul, tekið trompsvíningu og unnið sitt spil.

Eitt par sem meldaði 6 hjörtu fór niður á henni eftir að vörnin hafði vit á að nýta ásana tvo í upphafi leiks. Sem getur verið mjög góð hugmynd þegar varist er gegn sumum slemmum! En ekki öllum slemmum. Stundum er óvarlegt að flagga ás í útspilni og sú er ein ástæða þess að brids er dularfullt og skemmtilegt spil. Ólíkar stöður, ólíkar sagnir og ólíkar hendur kalla á ólíkar aðgerðir – hverju sinni – en þó skyldi hver og ein aðgerð að nokkru leyti mótast af rökvísi hverju sinni. Í samræmi við mismunandi upplýsingar og oftar en ekki eru sagnirnar helsti lykillinn að vel heppnuðu útspili.

Skylt efni: bridds

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...