Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bretar leita aðstoðar Íslendinga
Fréttir 20. febrúar 2014

Bretar leita aðstoðar Íslendinga

Fjögurra ára aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri til að draga úr tíðni kampýlóbakter í alifuglum í Bretlandi. Bretar hafa því leitað til Íslands, en árangur hér á landi við að draga úr tíðni kampýlóbaktersýkinga í fólki er þekkt. Í þessu skyni var dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun boðið til fundar í London 12. febrúar síðastliðinn.

Árið 2009 var settur á laggirnar vinnuhópur í Bretlandi sem ætlað var að finna leiðir til að lækka tíðni kampýlóbakter í kjúklingum og kjúklingaafurðum. Unnið hefur verið náið með kjúklingabændum til að bæta smitvarnir á kjúklingabúum. Tilraunir með notkun efna á kjúklingaskrokka eftir slátrun hafa verið gerðar til að freista þess að fækka fjölda kampýlóbaktersýkla á yfirborði skrokkanna. Auk þess voru skoðaðir möguleikar á að framleiða yngri kjúklingar og áhrif þess á neysluvenjur. Breskir neytendur eru vanir að kaupa mun stærri kjúklinga en tíðkast hérlendis og rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni kampýlóbakter í kjúklingum eykst með aldri fuglanna. Eins og áður segir hefur vinna hópsins og þær aðgerðir sem hann hefur lagt til engu skilað.

Aðgerðir sem gripið var til hér á landi fólust í góðum smitvörnum á alifuglabúum og að strax árið 2000 sammæltust aðilar um eina reglu, að frysta alla kjúklinga sem í finnst kampýlóbakter fyrir slátrun. Tveimur árum síðar var sett reglugerð þessa efnis. Í dag eru íslenskir kjúklingaframleiðendur í fremstu röð í heimi hvað varðar eldi á kampýlóbakterfríum kjúklingum. Neysla kjúklinga hér á landi er núna um 25 kíló á mann á ári, en var um 11 kíló þegar faraldurinn var árið 1999 og fólk sýkist afar sjaldan af afurðum þeirra. Þar sem eftirspurn er langmest eftir ófrosnu kjúklingakjöti er frystikrafa á kampýlóbakter mengaða kjúklingahópa fyrir slátrun  drifkrafturinn fyrir allar fyrirbyggjandi aðgerðir á kjúklingabúum. Árið 2013 hefur einungis þurft að frysta tvö prósent ársframleiðslunnar og hefur það hlutfall aldrei verið jafnlágt.

Bretar leita leiða til að setja sambærilega pressu á breska kjúklingabændur, en það reynist mjög erfitt innan sameiginlegs evrópsks markaðar. Að svo stöddu eru engar kröfur gerðar innan Evrópusambandsins um lækkandi tíðni kampýlóbakter í kjúklingaafurðum, það er talið að krafa um frystingu sé of íþyngjandi fyrir framleiðendur á sama tíma og kampýlóbakter er algengasta orsök matarsýkinga í fólki í Evrópu.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...