Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bretar leita aðstoðar Íslendinga
Fréttir 20. febrúar 2014

Bretar leita aðstoðar Íslendinga

Fjögurra ára aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri til að draga úr tíðni kampýlóbakter í alifuglum í Bretlandi. Bretar hafa því leitað til Íslands, en árangur hér á landi við að draga úr tíðni kampýlóbaktersýkinga í fólki er þekkt. Í þessu skyni var dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun boðið til fundar í London 12. febrúar síðastliðinn.

Árið 2009 var settur á laggirnar vinnuhópur í Bretlandi sem ætlað var að finna leiðir til að lækka tíðni kampýlóbakter í kjúklingum og kjúklingaafurðum. Unnið hefur verið náið með kjúklingabændum til að bæta smitvarnir á kjúklingabúum. Tilraunir með notkun efna á kjúklingaskrokka eftir slátrun hafa verið gerðar til að freista þess að fækka fjölda kampýlóbaktersýkla á yfirborði skrokkanna. Auk þess voru skoðaðir möguleikar á að framleiða yngri kjúklingar og áhrif þess á neysluvenjur. Breskir neytendur eru vanir að kaupa mun stærri kjúklinga en tíðkast hérlendis og rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni kampýlóbakter í kjúklingum eykst með aldri fuglanna. Eins og áður segir hefur vinna hópsins og þær aðgerðir sem hann hefur lagt til engu skilað.

Aðgerðir sem gripið var til hér á landi fólust í góðum smitvörnum á alifuglabúum og að strax árið 2000 sammæltust aðilar um eina reglu, að frysta alla kjúklinga sem í finnst kampýlóbakter fyrir slátrun. Tveimur árum síðar var sett reglugerð þessa efnis. Í dag eru íslenskir kjúklingaframleiðendur í fremstu röð í heimi hvað varðar eldi á kampýlóbakterfríum kjúklingum. Neysla kjúklinga hér á landi er núna um 25 kíló á mann á ári, en var um 11 kíló þegar faraldurinn var árið 1999 og fólk sýkist afar sjaldan af afurðum þeirra. Þar sem eftirspurn er langmest eftir ófrosnu kjúklingakjöti er frystikrafa á kampýlóbakter mengaða kjúklingahópa fyrir slátrun  drifkrafturinn fyrir allar fyrirbyggjandi aðgerðir á kjúklingabúum. Árið 2013 hefur einungis þurft að frysta tvö prósent ársframleiðslunnar og hefur það hlutfall aldrei verið jafnlágt.

Bretar leita leiða til að setja sambærilega pressu á breska kjúklingabændur, en það reynist mjög erfitt innan sameiginlegs evrópsks markaðar. Að svo stöddu eru engar kröfur gerðar innan Evrópusambandsins um lækkandi tíðni kampýlóbakter í kjúklingaafurðum, það er talið að krafa um frystingu sé of íþyngjandi fyrir framleiðendur á sama tíma og kampýlóbakter er algengasta orsök matarsýkinga í fólki í Evrópu.

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...