Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bretar leita aðstoðar Íslendinga
Fréttir 20. febrúar 2014

Bretar leita aðstoðar Íslendinga

Fjögurra ára aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri til að draga úr tíðni kampýlóbakter í alifuglum í Bretlandi. Bretar hafa því leitað til Íslands, en árangur hér á landi við að draga úr tíðni kampýlóbaktersýkinga í fólki er þekkt. Í þessu skyni var dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun boðið til fundar í London 12. febrúar síðastliðinn.

Árið 2009 var settur á laggirnar vinnuhópur í Bretlandi sem ætlað var að finna leiðir til að lækka tíðni kampýlóbakter í kjúklingum og kjúklingaafurðum. Unnið hefur verið náið með kjúklingabændum til að bæta smitvarnir á kjúklingabúum. Tilraunir með notkun efna á kjúklingaskrokka eftir slátrun hafa verið gerðar til að freista þess að fækka fjölda kampýlóbaktersýkla á yfirborði skrokkanna. Auk þess voru skoðaðir möguleikar á að framleiða yngri kjúklingar og áhrif þess á neysluvenjur. Breskir neytendur eru vanir að kaupa mun stærri kjúklinga en tíðkast hérlendis og rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni kampýlóbakter í kjúklingum eykst með aldri fuglanna. Eins og áður segir hefur vinna hópsins og þær aðgerðir sem hann hefur lagt til engu skilað.

Aðgerðir sem gripið var til hér á landi fólust í góðum smitvörnum á alifuglabúum og að strax árið 2000 sammæltust aðilar um eina reglu, að frysta alla kjúklinga sem í finnst kampýlóbakter fyrir slátrun. Tveimur árum síðar var sett reglugerð þessa efnis. Í dag eru íslenskir kjúklingaframleiðendur í fremstu röð í heimi hvað varðar eldi á kampýlóbakterfríum kjúklingum. Neysla kjúklinga hér á landi er núna um 25 kíló á mann á ári, en var um 11 kíló þegar faraldurinn var árið 1999 og fólk sýkist afar sjaldan af afurðum þeirra. Þar sem eftirspurn er langmest eftir ófrosnu kjúklingakjöti er frystikrafa á kampýlóbakter mengaða kjúklingahópa fyrir slátrun  drifkrafturinn fyrir allar fyrirbyggjandi aðgerðir á kjúklingabúum. Árið 2013 hefur einungis þurft að frysta tvö prósent ársframleiðslunnar og hefur það hlutfall aldrei verið jafnlágt.

Bretar leita leiða til að setja sambærilega pressu á breska kjúklingabændur, en það reynist mjög erfitt innan sameiginlegs evrópsks markaðar. Að svo stöddu eru engar kröfur gerðar innan Evrópusambandsins um lækkandi tíðni kampýlóbakter í kjúklingaafurðum, það er talið að krafa um frystingu sé of íþyngjandi fyrir framleiðendur á sama tíma og kampýlóbakter er algengasta orsök matarsýkinga í fólki í Evrópu.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...