Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Brekka
Bóndinn 5. júlí 2021

Brekka

Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1946 en þá keyptu þau Óskar Jóhannesson og Hildur Guðmundsdóttir jörðina. Þau fluttu frá Reykjavík ásamt Jóhannesi Guðlaugssyni, föður Óskars. Þegar þau fluttu að Brekku var enginn vegur að bænum, sem var torfbær með moldargólfi, enginn sími, það var ekki komið veiturafmagn en það var rafstöð í læknum svo þau höfðu það umfram nágrannabæina.

Þau tóku við því búi sem var á Brekku, nokkrar kýr og kindur en þau voru líka brautryðjendur í vélaverktöku í jarðvinnslu og vörubílaakstri fyrstu árin og hefur sú starfsemi verið rekin á Brekku síðan. Síðar fóru þau einnig út í ferðaþjónustu sem ekki var mikið um á þessum árum, margir þekkja eflaust orlofssvæðið í Brekkuskógi en það stofnuðu þau í kringum árið 1973.

Árið 2004 keyptu Jóhannes Helgason, dóttursonur Óskars og Hildar, og eiginkona hans, Helga María Jónsdóttir, jörðina. Óskar og Hildur bjuggu ásamt þeim Jóhannesi, Helgu Maríu og börnum þeirra fjórum, á Brekku svo lengi sem þau lifðu.

Býli:  Brekka.

Staðsett í sveit: Biskupstungum í Bláskógabyggð.

Ábúendur: Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir ásamt börnum sínum og tengdadóttur.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Helga María eiga fjögur börn, þau Jón Óskar, Valdísi Björk (tengdadóttir), Finn, Rósu Kristínu og Hildi Maríu en þau eru öll búsett á Brekku, ásamt þeim búa þar líka tveir íslenskir fjárhundar, þær Díva og Perla og Chiwawa hundarnir Fróði og Tobba.

Stærð jarðar? 670 ha.

Gerð bús? Jarðvinnuverktaka, sumarbústaðalönd, ferðaþjónusta og tamningastöð/hrossarækt en Finnur, Jón Óskar og Valdís Björk eru öll menntaðir reiðkennarar og tamningamenn.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hrossarækt og nokkrar kindur til yndisauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jóhannes er í verktökunni þar sem engir tveir dagar eru eins. Helga María sér um bókhaldið, ferðaþjónustuna, þ.e. gistinguna sem hefur verið róleg undanfarið, og ýmislegt sem til fellur, börnin sjá um hesthúsið og þann rekstur sem því tilheyrir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í vinnuvélunum er skemmtilegast að vera með ný/nýleg góð tæki en leiðinlegast ef bilar á versta tíma.

Í hestunum er mjög gaman á vorin að sjá folöldin koma í heiminn og þegar vel gengur bæði í kynbótadómum og keppni. Leiðinlegast er þegar hross slasast sem gerist sem betur fer ekki oft.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri ferðaþjónustu og góða hrossarækt.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambafile með tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Byggingin á hesthúsinu og reiðskemmunni, fyrsta skóflustungan var tekin í ágúst 2019 og það var virkilega gaman að taka þessa aðstöðu í notkun.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...