Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Höfundur:  Anna Dóra Jónsdóttir

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull.

Stærðir og mittismál: xsmall 60 cm, small 64 cm, medium 70 cm, large 80 cm og xlarge 86 cm.                                       

Efni og áhöld: 60 cm hringprjónar nr 4 og nr 5.                                                                                                                             

Aðallitur 120-200 gr tvöfaldur þingborgarlopi, meira ef pilsið á að vera síðara.                                                          

Munsturlitur 20 gr Slettuskjótt, litaður tvöfaldur Þingborgarlopi eða Dóruband, litað tvíband.                                      

Fytja upp 112-120-128-136-144 lykkjur á 60 cm hringprjón nr 4, prjóna stroff 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið ca 5 cm, skipta yfir á hringprjón nr 5 og prjóna slétt samkvæmt munstri. Setja merki í hliðar, þ.e. merki 1í byrjun umferðar og merki 2 eftir 56-60-64-68-72 lykkjur.

Prjóna síðan áfram þar til pils mælist 16-20 cm, þá eru prjónaðar styttri umferðir á bakhluta þannig: prjóna þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 1, sem er í byrjun umferðar, snúa röngunni að sér og passa að bandið sé fyrir framan, snúi að manni, taka 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón, þá færist bandið líka yfir á hægri prjón, og setja bandið yfir prjóninn, afturfyrir, þá er eins og lykkjn sé tvöföld, þetta prjónast saman seinna og varnar því að gat myndist, prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 2, snúa réttunni að sér og gera eins og áður, hafa bandið fyrir framan og setja 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón og færa bandið yfir prjóninn og prjóna síðan slétt þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrst snúningi, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrsta snúningi í hinni hliðinni, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og gera eins og áður, snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið og snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og er þá búið að snúa samtals 6 sinnum, þrisvar sinnum í hvorri hlið, prjóna áfram í hring, passa að prjóna saman bæði böndin þar sem var snúið.

Hægt er að nálgast kennslyndband um stuttar umferðir á youtube .com, “german short rows”.

Prjóna slétt áfram þar til pils mælist ca 30 cm (mælt á framstykki) smekksatriði hvað pilsið á að vera sítt, Tekið úr í næstu umferð þannig:* prjóna 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakata frá * til* út umferð, prjóna 2 umferðir slétt, skipta yfir á prjóna nr 4 og prjóna stroff 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar, 5-10 cm, fella laust af og ganga frá endum. Þvo pilsið í höndum og leggja flatt til að þorna.                   

Skylt efni: íslenskur lopi

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...