Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blómlegur grænn landbúnaður
Lesendarýni 28. október 2022

Blómlegur grænn landbúnaður

Höfundur: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Íslenskur landbúnaður er mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Við getum sem þjóð verið stolt af því með hvaða hætti hefur tekist að byggja upp blómlega atvinnugrein sem skilar okkur heilnæmum og góðum afurðum.

Guðlaugur Þór Þórðarson
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Mikilvægt er að stjórnvöld skapi þær aðstæður að landbúnaður hafi frelsi til að vaxa og dafna og geti tekist á við þær breytingar sem eru fram undan m.a. vegna loftslagsbreytinga.

Ríkisstjórnin hefur sett fram metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og um kolefnishlutleysi sem fela í sér miklar áskoranir en jafnframt ótrúleg tækifæri. Verkefni okkar er að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna CO2 fyrir árið 2030 og því verður ekki náð án þátttöku bænda.

Landbúnaður er undirstaða lífsviðurværis og atvinnu á dreifbýlissvæðum landsins og til staðar eru tækifæri til öflugrar nýsköpunar og til þess að vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagsvænum landbúnaði.

Við þurfum að leita leiða til að nýta íslenskar auðlindir og þróa ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu. Við þurfum efla hringrásarhugsun í landbúnaði og ná fram betri nýtingu afurða líkt og tekist hefur í sjávarútvegi. Með því að beisla skapandi hugsun og horfa á virðiskeðjuna frá frumframleiðanda til neytenda, getum við nýtt auðlindir betur, dregið úr sóun, minnkað losun og skilað af okkur betra landi til komandi kynslóða.

Umhverfis­, orku­ og loftslagsráðuneytið styrkir verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem hefur það að markmiði að bændur sem taka þátt fái heildstæða ráðgjöf og fræðslu um það hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði hefur verið því sem næst óbreytt síðastliðna áratugi. Verkefnið fram undan er að hreyfa við þessari kyrrstöðu.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld í samráði við sveitarfélög og atvinnulífið muni setja áfangaskipt losunarmarkmið fyrir hvern geira atvinnulífsins.

Útfærsla á þessu verkefni er þegar hafin í samstarfi við ákveðna geira. Það verður spennandi að hefja þetta samtal við forystu Bændasamtakanna í þeim tilgangi að setja niður markmið og móta aðgerðaáætlun fyrir íslenskan landbúnað í samstarfi við stjórnvöld, sem endurspeglast mun í enn skýrari mælanlegum markmiðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...