Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blóðmerahaldið enn
Mynd / Páll Imsland
Lesendarýni 30. maí 2023

Blóðmerahaldið enn

Höfundur: Páll Imsland eftirlaunaþegi.

Nú er blóðmerahaldið aftur komið á dagskrá og nú fyrir tilstuðlan sunnan af meginlandi Evrópu úr innstu kimum ráðsmennsku og stjórnsemi, sem í málinu tekur undir með öfgasamtökum og áróðursmeisturum sem ekki hafa sannleika og sanngirni að leiðarljósi, heldur yfirlýst markmið um að ganga af starfseminni dauðri.

Páll Imsland

Bændur og búalið, dýralæknar og annað fólk sem stendur í og stendur að blóðmerahaldi veit hvað það er að gera í smáatriðum. Það hefur gert þetta aftur og aftur og er hokið af þeirri reynslu sem starfsemin hefur leitt yfir það og leiðbeint því um aðferðir. Þetta fólk veit að hve miklu leyti dýrin þjást við blóðtökurnar og annað stúss í kringum þær. Það veit hveernig sársaukastuðull hrossa er allt annar en manna. Það veit líka hvers þessi hross njóta í staðinn fyrir blóðgjöfina. Það veit að blóðmerahald lýtur sömu lögmálum og annar dýrabúskapur og býr hjá því við þann samanburð.

Lögfræðingar og annað skrifstofulið, sem situr suður á meginlandi Evrópu og semur reglugerðir og dæmir um það eftir hvaða reglum skuli farið og dæmt um húsdýrahald, hefur yfirleitt enga eða harla litla reynslu af húsdýrahaldi og samlífi með hjörðum þeim sem undir búskap standa. Sumt hefur það kannski einhverja reynslu af borgarhundahaldi eða búrfiskabúskap og öðru því dýrahaldi sem ekki lýtur lögmálum lifibrauðs og framleiðslu, þar sem skrifstofustörf standa undir kostnaði og hagnaður er ekki forsenda dýrahaldsins. Það fjallar ekki um málin af eigin reynslu og kunnáttu á dýrabúskap. Það fjallar um málin í samræmi við formfastar klásúlur í lagabálkum og reglugerðum sem orðið hafa til í regluverksverksmiðjum.

Svo er felldur dómur á slíkum forsendum um hvað sé siðlegt og boðlegt í dýrahaldi. Það er gripið fram fyrir hendurnar á þeim sem vitið og reynsluna hafa og völdin tekin af því fólki. Dómsvöldin eru komin í hendurnar á fólki sem ekki hefur reynslu og vit á því sem það dæmir um, en þekkir fastmótaðar og kategórískar reglur sem það og kollegar þess hefur að mestu leyti sjálft sett og það í skjóli reynsluleysis.

Ætlum við að tryggja það að mannkynið eigi bjarta framtíð á jörðinni með þvílíku fyrirkomulagi?

Ætlum við að leggja valdið mótmælalaust í hendurnar á reglugerðarfarganinu fræga?

Ætlum við að dæma vitið og reynsluna úr leik?

Ætlum við í raun að setja formfestuna tekna úr sambandi við vitið í öndvegi lífs okkar?

Ætlum við að selja okkar sjálfstæðu hugsun?

Ætlum við aftur að selja sjálfstæði vort?

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....