Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Fréttir 23. júlí 2020

Bjartsýnn á góða uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á góðri uppskeru útiræktaðs grænmetis um allt land þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt framan af. Fyrstu kartöflurnar og kálið er farið að sjást í verslunum og von á að útirækta grænmetið fari að streyma á markað undir næstu mánaðamót.

Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, er bjartsýnn á að uppskera á útiræktuðu grænmeti verði yfir meðaltali í ár. „Þetta er allt að koma og spretta eins og í meðalári eins og er. Það er sömu sögu að segja um allt land, bændur settu niður á nokkuð eðlilegum tíma en vorið var kalt framan af og sprettan því hæg fyrstu vikurnar. Lofthiti var lágur og kalt á nóttunni.“

Fyrstu kartöflurnar undan plasti eru komnar á markað og eitthvað af káli en fyrstu gulræturnar og gulrófurnar fara ekki að sjást í verslunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða undir næstu mánaðamót.

„Tíðin hefur verið góð undanfarið, hlýindi og væta og ég heyri ekki betur á bændum en að sprettan sé góð og að þeir séu bjartsýnir bæði á uppskeruna og markaðinn í ár ef ekkert óvænt kemur upp á. 

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...