Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Mynd / VH
Fréttir 22. september 2022

BÍ og Bbl. flutt í Borgartún 25

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið hafa flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni í Reykjavík. Þar með er hætt allri starfsemi samtakanna í Bændahöllinni við Hagatorg.

Nýja húsnæðið er í glæsilegu rúmlega 300 fermetra skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð að Borgartúni 25, 105 í Reykjavík.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að flutningarnir marki ákveðin tímamót í sögu samtakanna enda hafa þau haft aðsetur á sama stað frá árinu 1965. „Með sameiningu aðildarfélaganna og Bændasamtakanna á síðasta ári, höfum við náð að efla samtökin til muna og ná meiri samvinnu og slagkrafti í starfsmannahópnum um verkefnin.“

Undanfarið hefur starfsfólk samtakanna og Bændablaðsins unnið að flutningum úr Bændahöllinni á nýja staðinn og að koma sér fyrir. Flutningarnir gengu vel og er starfsemi samtakanna komin í eðlilegt horf og vinnsla Bændablaðsins á fullt undir nýju þaki.

Með flutningunum lýkur um sextíu ára starfsemi Bændasamtakanna í Bændahöllinni og þrátt fyrir að margir munu sakna gamla vinnustaðarins eru starfsmenn jákvæðir út af breytingunum og hlakka til að takast á við ný verkefni í nýju húsnæði.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...