Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði.

Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagður hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála.

Ekki urðað nema út þennan áratug

Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefninu og tengdi saman þá sem taka þátt í því.

Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmálann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans.

Skylt efni: Bakkafjörður

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...