Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Berjaplöntur
Á faglegum nótum 19. júlí 2021

Berjaplöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt og sumarið seint á ferð er samt von um að fá góða berja­uppskeru í haust. Margir berjar­unnar eru harðgerðir og láta ekki smávorhristing slá sig út af laginu.

Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjó­sömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með lífrænum áburði og á sólríkum og skjólgóðum stað. Hæfilegur skammtur af tilbúnum áburði er ein og hálf eða tvær matskeiðar, 25 til 35 grömm á fermetra, gefið tvisvar til þrisvar yfir vaxtartímann. Gott er að vökva með daufri áburðarblöndu í þurrka­tíð, sérstaklega meðan á aldinmyndun stendur. Ber úr eigin garði eru góð í munninn beint af plöntum eða í saft, sultur og til víngerðar.

Jarðarber (Fragaria × anan­assa). Eina jurtin í þessari upp­taln­­ingu sem ekki er trékennd. Fjölær jurt sem fjölgar sér með ofanjarðarrenglum. Blómin hvít en berin rauð og sæt. Þrífst best á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi með sýrustig milli 6 og 6,5. Til þess að tryggja góða uppskeru er nauðsynlegt að endurnýja plönturnar á 4 til 6 ára fresti. Einnig er gott að skipta um ræktunarstað þegar plönturnar eru endurnýjaðar til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Gott er að rækta jarðarber í hengi­pottum. Ranabjöllur og sniglar eru sólgnir í jarðarber og geta gert mikinn skaða. Yrkin ‘Zephyr’, ‘Korona’, ’Glima’, ’Rita’ og ’Senga Sengana’ hafa öll reynst vel. Lögun berjanna er mismunandi milli yrkja. Æskilegt bil á milli plantna í beði er 30 til 40 sentímetrar.

Rifs (Ribes rubrum). Vex villt í Evrópu og mjög algeng garðplanta hér. Grófur, salt­þolinn runni sem nær 2 metra hæð og getur orðið bústinn og fyrirferðarmikill. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin rauð en einnig til hvít og bleik. Góð til átu beint af runnanum eða til sultugerðar. Klippa á gamlar greinar, sem eru dekkri, af til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál.

Stikilsber (Ribes uva-crispa). Vaxa villt til fjalla í Evrópu og Norður-Ameríku. Þyrnóttur runni með uppsveigðar greinar sem verða um metri á hæð. Fjölgað með græðlingum og æskilegt bil á milli plantna er 1 til 1,5 metrar. Berin stór og bragðgóð, gulgræn, hvít eða rauð. Klippa skal burt gamlar greinar til að örva nývöxt og aldinmyndun. Yfirleitt tekur 2 til 3 ár fyrir stikilsber að fara að mynda ber. Yrkið ‘Hinnomäki’, sem er blanda af evrópskum og amerískum stikilsberjum, hefur reynst vel hér. ‘Hinnomäki Keltainen’ gefur gul og sæt ber en ’Hinnomäki Punainen’ rauð og bragðmikil ber.

Sólber (Ribes nigrum). Vex villt í Evrópu og algeng garð­planta hér. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin svört. Klippa þarf burt gamlar greinar, sem eru dekkri að lit og eldri en fimm ára, til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Sterk lykt sem minnir á kattahland af blöðunum, séu þau marin. Góð ber til sultugerðar. Yrkin ‘Brödtorp‘. ‘Öjebyn‘ og ‘Melalahti‘ vel reynd, harðgerð og skila góðri uppskeru flest ár.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...