Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Mynd / Tom Hermans
Utan úr heimi 3. maí 2023

Bannað varnarefni í innkölluðum tómötum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun Frakklands hefur innkallað stóra lotu af tómötum vegna þess að þeir innihalda sveppavarnarefnið klóróþalóníl sem getur verið hættuleg heilsu manna.

Tómatarnir fóru í dreifingu 22. febrúar en hefur nú verið tekið úr sölu úr verslunum. Þeir neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað þeim í verslun og fengið endurgreitt. Matvælastofnun Frakklands segir í tilkynningu að í öllu falli ætti ekki að borða tómatana því neysla sveppaeitursins geti valdið margvíslegum heilsufarsvandamálum. Öllum þeim sem kunna að hafa neytt tómatanna er bent á að ráðfæra sig við lækni ef einhverjir kvillar gera vart við sig.

Notkun varnarefnisins klóróþalóníls er bönnuð í matvælum og fóðri samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bannið gildir einnig hér á landi samkvæmt ákvæðum EES­samningsins. Bann við notkun þess tók gildi í Evrópu árið 2020.

Efnið er notað sem breiðvirkt varnarefni gegn sveppum, skordýrum og myglu í plöntum. Enn er notkun þess víðtæk í Bandaríkjunum, sér í lagi við ræktun á hnetum, kartöflum og tómötum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...