Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bálkastaðir 1
Bóndinn 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs 2018 og tóku þá við búskapnum þar.

Býli:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrúta­firði í Húnaþingi vestra.

Staðsett í sveit:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrútafirði í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 manna fjölskylda sem búum hérna, Brynjar og Guðný og börnin okkar, Arnfinnur Guðni, 14 ára, Samúel Kári, 11 ára, Þórður Ármann, 7 ára og Bryndís Jóna, 5 ára og hundurinn okkar hún Táta.

Stærð jarðar?  Eitthvað um 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og eitthvað af hestum fjölskyldunni til skemmtunar og notkunar í smalamennskum.

Fjöldi búfjár og tegundir? 570 fjár á vetrarfóðrun og 15 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á venjulegum degi fer Guðný til vinnu á Hvammstanga og börnin til skóla. Brynjar sér um dagleg störf á búinu sem eru mismunandi eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekkert leiðinlegt en auðvitað eru verkin misskemmtileg. Það sem okkur þykir síst er að moka skít og skafa grindur. Ætli þau skemmtilegustu séu ekki sauðburður, smalamennskur og annað fjárrag á haustin þegar við sjáum afraksturinn.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að efla íslenska framleiðslu og að lögð sé áhersla á hreinar afurðir.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrí og kjötsúpa tróna saman á toppnum hjá fjölskyldunni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 8. desember 2018 þegar við pökkuðum búslóðinni okkar niður með mikilli og góðri hjálp frá ættingjum og vinum. Keyrðum norður fyrir heiði og fyrri ábúendur keyrðu úr hlaði með búslóðina sína. Við fluttum inn þann dag og gáfum fyrstu gjöfina í fjárhúsunum þá um kvöldið.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...