Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna
Fréttir 25. janúar 2021

Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna

Höfundur: ehg

Í lok síðustu viku voru greiddar úr Bjargráðasjóði 442 milljónir króna í bætur til bænda vegna mikils kals- og girðingatjóns sem varð veturinn 2019-2020.

Að tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra voru sjóðnum tryggðar 500 milljónir aukalega til að hann gæti komið til móts við bændur vegna þess mikla tjóns sem varð á ræktarlandi og girðingum.

Styrkir greiddir til 183 umsækjenda
Kaltjón varð óvenju mikið sem þýddi mikla uppskerurýrnun sumarið 2020. Það hafði í för með sér mikinn kostnað bænda við endurræktun sem og við að afla nægilegs fóðurs fyrir líðandi vetur með heykaupum, leigutúnum eða öðrum lausnum. Girðingartjón varð einnig verulegt vegna snjóþyngsla.

Með var hægt að veita bændum styrki sem  samsvara um helmingi tjónsins samkvæmt mati Bjargráðasjóðs. Kaltjón varð alls á 4.776 hekturum ræktarlands hjá þeim sem sóttu um til sjóðsins auk tjóns á 221,6 kílómetrum af girðingum. Alls bárust 212 umsóknir vegna kaltjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 183 umsækjenda, alls að upphæð kr. 381,4 m. kr.

Mörk um eigin áhættu
Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan umfang kals, að frádreginni 25% eigin áhættu, en einnig er tekið tillit til uppskeru 2020 samanborið við árin 2018 og 2019 sem og kostnaðar við leigu á túnum og flutningi á aðkeyptu fóðri ef um það var að ræða. Ástæða þess að umsækjendur fá ekki styrki er í öllum tilvikum sú að tjónið féll innan marka eigin áhættu.

Alls bárust 73 umsóknir vegna girðingatjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 72 umsækjenda, alls að upphæð kr. 60,6 m.kr. Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan lengd og tegund girðingar auk aldurs hennar Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...