Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bærinn okkar stórhóll
Bærinn okkar 25. september 2014

Bærinn okkar stórhóll

Við festum kaup á jörðinni Stórhól árið 1999. Voru þá á bænum 120 fjár og 15 hross og var strax farið í að setja vel á til að fjölga fjárstofninum á bænum. Árið 2005 byggðum við fjárhús fyrir 330 fjár og höfum við því pláss fyrir u.þ.b. 700 fjár í dag. 
 
Í desember 2006 greinist hér riða og var því öllum stofninum fargað, þá orðinn um 550 fjár. Árið 2008 kaupum við svo nýjan stofn, sem er að mestu leyti ættaður úr Öræfunum, en 503 gimbrar voru keyptar það haustið, þar af um 430 úr Öræfunum.
 
Býli:  Stórhóll, Húnaþingi vestra.
 
Staðsett í sveit: Víðidal.
 
Ábúendur: Garðar Valur Gíslason, Maríanna Eva Ragnarsdóttir og börn þeirra; Ragnar Logi (2000), Kolbrún Hanna (2004), Valgerður Emma (2006).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Fimm manna fjölskylda eins og áður er upptalið, auk þess búa Djákni, Olli, Týra og Bína, sem eru hundarnir á heimilinu, Tarsan, Bangsi og Lína sem eru kettirnir og svo tveir hamstrar sem dæturnar eiga. Ef húsmóðirin fengi meiru að ráða væri þessi listi mjög langur.
 
Stærð jarðar? Tja … segjum +/- 600 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með smá hrossaívafi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 630 fjár voru á fóðrum sl. vetur, líklega fjölgar lítillega núna þar sem að gera þarf ráð fyrir því að 2008-árgangurinn fari að detta út,  40 hross eru á bænum, nokkrar endur og dágóður slatti af hænum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það er nú árstíðarskipt hvernig vinnudagurinn er, á veturna eru það þessar almennu gegningar, sauðburðurinn hertekur vorið og heyskapurinn sumarið. Haustin snúast mikið til um smalamennsku eins og við er að búast og Garðar hefur líka yfirleitt farið í sláturstörf hjá SAH Afurðum á Blönduósi. Maríanna vinnur núorðið mestmegnis utan heimilis nema þá á vorin, eftir að öll börnin komust á grunnskólaaldur.  Eitthvað er svo reynt að þvælast á hestbaki, með misjöfnum árangri þó.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er skemmtilegastur þótt hann sé vissulega oft erfiður. Einnig er alltaf skemmtilegt að fá féð heim á haustin, sjá árangur erfiðisins!
Annars finnst Garðari klárlega leiðinlegast að hræra skít, enda gengur það upp og ofan. Maríönnu finnst leiðinlegast að skafa grindurnar eftir sauðburð og iðulega dregst þetta verk ansi mikið á langinn, síðustu krærnar hafast af á illskunni í lok sumars.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Góðan. Margir draumar í gangi en spurning hversu margir þeirra rætast á fimm árum!
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Eru þau ekki í þokkalegu standi? Mest er um vert að ungt fólk komist að og komi með nýjar og ferskar hugmyndir.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, ef við sitjum ekki föst í fortíðinni.  Við verðum að fylgja markaðnum, finna upp á nýjungum – en ekki á kostnað gæðanna. Og svo bara muna að vera jákvæð og trúa á það sem við erum að gera!
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin felast í að vera með hreina og góða vöru, hvort sem það er lambakjöt, mjólkurvörur o.fl. Gott orðspor er gulls ígildi. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg og aftur egg, mjólk, smjörvi og svo ótal tegundir af sósum og sultum.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið stendur nú alltaf fyrir sínu en líklegast er það folaldakjötið sem hefur vinninginn.  Steiktur folaldavöðvi með bernaise-sósu og dassi af nýkreistum sítrónusafa hittir alltaf beint í mark og er étið upp til agna af öllum fjölskyldumeðlimum. Skiljum ekki af hverju þetta dýrindis kjöt sem folaldakjöt er, er ekki gert hærra undir höfði!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fjárbílarnir renndu í hlað með líflömbin okkar haustið 2008, okkur leið eins og börnum á aðfangadag!

4 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...