Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Mynd / Landgræðslan
Líf og starf 14. júní 2022

Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí.

Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag.

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021.

Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eiklistiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.

Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felixson formaður Landverndar ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra

 

Skylt efni: Landgræðsla | landbætur

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...