Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Mynd / Krónan
Fréttir 12. október 2022

Bændur prófuðu nýjungar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði.

Yfir 60 tonn af fersku ópökkuðu íslensku grænmeti seldust á þessum árstíðabundna markaði í september – umbúðalaust.

„Þetta er sjötta haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og viðtökurnar afar góðar. Fólk er að venjast því að sjá gulræturnar með grasinu á. Þá selst blátt og appelsínugult blómkál fljótt upp og íslenskt pak choi, blaðkál á íslensku, vakti mikla lukku í ár,“ segir Jón Hannes, vöruflokkastjóri ávaxta­ og grænmetis hjá Krónunni.

Bændamarkaðurinn er settur upp í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri þess, segir hann frábært tækifæri fyrir þá 65 bændur sem leggja inn til félagsins að prófa nýjar tegundir í sölu.

„Við kynnum það sem bændur eru að gera tilraunir með. Alls konar tegundir sem enn er lítið ræktað af hér á landi og henta því sérstaklega inn á Bændamarkaðinn. Þá þarf ekki að hugsa um pakkningar og umbúðir. Það er gaman að geta boðið upp á tímabundnar nýjungar,“ segir hún.

Jón Hannes segir áhuga á káli og grænmeti aukast meðan á markaðnum stendur. „Þetta er upplifun og gaman að koma í búðirnar og fylgjast með viðskiptavinum kynnast þessu nýja íslenska grænmeti sem það hefur jafnvel aldrei áður séð.“

Skylt efni: grænmeti | bændamarkaðir

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...