Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mynd / Gosia K.
Utan úr heimi 23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hjálparbeiðnir frá bændum í Lincolnshire í Englandi hafa margfaldast frá því sem var.

Forsvarsmenn hjálparsíma bænda í Lincolnshire í Englandi, Lincolnshire Rural Support Network (LRSN), hafa greint frá því að 96% aukning hafi orðið í símtölum frá bændum undanfarin tvö ár. The Scottish Farmer greinir frá.

Hjálparlínan er rekin af góðgerðarsamtökum á svæðinu og segja þau að rekja megi aukninguna til fjölbreyttra og erfiðra áskorana sem bændur hafi staðið frammi fyrir undanfarið, ekki síst vegna mikillar rigningartíðar í sumar sem leið. Fjöldi bænda varð fyrir tjóni í storminum Henk fyrr á þessu ári, sem og í óveðrinu Babet í fyrra.

Segja LRSN að þegar lífsviðurværi bænda velti mjög á hlutum sem þeir hafi enga stjórn á geti það verið þeim mjög erfitt. Þá reki hver áskorunin aðra og fólk sé hreinlega uppgefið.

Samkvæmt LRSN fékk hjálparlínan 174 símtöl árið 2023 og veitti 348 manns svokallaðan einstaklingsstuðning.

Símaþjónustan er mönnuð af sjálfboðaliðum og hefur verið rekin í tuttugu og fimm ár.

Bændur á svæðinu segjast enn bíða eftir fjárhagslegum stuðningi sem ríkisstjórnin lofaði þeim en sérstakur sjóður, The Farm Recovery Fund, hafði verið stofnaður í þágu bænda sem verða fyrir skemmdum á landi. Sumarið þetta árið bætti ekki úr skák og kvarta bændur sáran undan því að bleytutíðin hafi komið í veg fyrir að uppskeran þroskaðist á tilsettum tíma þannig að mæta mætti eftirspurn eftir afurðum.

Hjálparlína bænda í Lincolnshire býst þannig enn við stigvaxandi fjölda símtala þar sem bændur geta orðað vandkvæði sín, fengið hvatningu og aðstoð.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f