Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur eru hluti af lausninni
Mynd / Bbl
Skoðun 12. maí 2022

Bændur eru hluti af lausninni

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Nýjar matarvenjur og sívaxandi áhersla á breyttar framleiðsluaðferðir, m.a. í landbúnaði, hafa talsvert verið til umræðu síðustu misserin. Það er þó skoðun fjölmargra að við þurfum að breyta mataræði okkar til að bjarga jörðinni. Við sjáum t.a.m. á stundum mikla neikvæðni í garð landbúnaðar, þá sérstaklega búfjárhalds, sem beinist einna helst að kjötframleiðslu þar sem fólk telur sig meðvitað um „umhverfisleg áhrif“ kjöts á loftlagsbókhald Íslands.

Matvælaverð fer hækkandi og líklega sér ekki fyrir endann á þeirri þróun alveg í bráð. Líklega mun matvælaverð haldast hátt í einhvern tíma. Það fer þó eftir því hversu lengi stríðsátök standa yfir í Úkraínu og ekki síður hversu langan tíma það tekur fyrir heimsmarkað með hrávörur og matvæli að ná jafnvægi. Sagan segir okkur að þegar verð á orku og matvælum hefur hækkað hefur það oft og tíðum líka leitt til jákvæðrar þróunar yfir lengri tíma. Tækifæri skapast á markaði fyrir nýja aðila, nýjar tæknilausnir skapa aukna framlegð og bætta nýtingu hráefna.

Til skamms tíma þurfa viðbrögð okkar við núverandi matvælakreppu að vera þau að tryggja heimilum með lága innkomu viðunandi lífsskilyrði. Það þarf líka að verja störf í landbúnaði. Þróun víða erlendis er með þeim hætti að stjórnvöld eru að breyta áherslum í umhverfismálum og orkuskiptum til að tryggja matvælaframleiðslu. Sem dæmi má nefna að ræktunarland sem áður var hætt framleiðslu á er nú tekið í notkun aftur. Þetta eru aðgerðir sem eiga að tryggja framleiðslugetu hverrar þjóðar á matvælum. Það þarf hins vegar að halda áfram á þeirri vegferð að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er hlutverk landbúnaðarins stórt. Það má hins vegar ekki gleyma því að landbúnaður snýst fyrst og fremst um að framleiða matvæli – það er okkar hlutverk. Við þurfum að auka enn frekar skilvirkni í landbúnaði, gera hann minna háðan ytri aðföngum. Vinna á grunni hringrásarhagkerfisins. Þegar þeirri vinnu vindur áfram mun koma í ljós að þar erum við um leið að leggja okkar af mörkum til að minnka losun kolefnis.

Umhverfisáhrifin

Við verðum að gera okkur grein fyrir að við munum ekki bjarga jörðinni í einu vetfangi. Þetta er samspil ýmissa þátta og þar er þáttur jarðefnaeldsneytis stór partur. Takmörkuð notkun á jarðefnaeldsneyti er það sem mun knýja loftslagsbreytingar áfram. Og jafnvel þó að allt mannkynið yrðu grænkerar myndi það ekki koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Aftur á móti ef verkalýðshreyfingin myndi gera athugasemdir við hækkandi olíuverð og benda á að stjórnvöld þurfi að virkja meira til að hraða orkuskiptum og standa við raforkuþörf framtíðarinnar, þá myndi ef til vill eitthvað hreyfast í þessum málum, annað en umræða um breytingu á vörumerki.

Á vorfundi Landsnets kom fram í máli umhverfisráðherra að við orkuskipti bætist einnig orkuþörf til frekari vaxta atvinnuvega. Það snýst ekki allt um gagnaver, heldur snýst þetta einnig um matvælaframleiðslu. Á fundinum kom einnig fram í máli forstjórans að allar ákvarðanir í dag, um frekari orkuvinnslu, verða ekki að raunveruleika fyrr en eftir fimm ár. Fimm ár! Og 2040 er rétt handan við hornið.

Það sem var hins vegar einna áhuga­verðast á þessum fundi var greining Landsnets á töpuðum tækifærum vegna takmarkana í flutningskerfinu en þau tækifæri hverfðust að mestu um þrjá punkta:

  • Laun almennings á svæðum sem búa við takmarkaðan aðgang að rafmagni hækka minna.
  • Vöxtur fyrirtækja og arðsemi er minni.
  • Fyrirtækin sem aldrei verða.

Það var einna helst síðasti punkturinn sem sló mig mest – fyrirtækin sem aldrei verða. Eflaust sjá einhverjir fyrir sér stóriðju eða þvíumlíkt. Ég sé aftur á móti matvælafyrirtæki bænda, búrekstur og ræktun sem verða af miklum tækifærum í nýjum búháttarbreytingum, tæknivæðingu og orkuskiptum í samgöngum og vinnuvélum, vegna þess að ákvarðanir í dag verða ekki að raunveruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár.

Bændur þurfa að standa upp fyrir sína atvinnugrein þegar kemur að því að ræða ávinning landbúnaðar fyrir umhverfið. Bændur eru hluti af lausninni.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...