Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum
Fréttir 22. nóvember 2021

Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu í framhaldi af útgáfu myndbands frá þýsku dýraverndarsamtökunum AWF/TSB sem sýnir meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur myndbandið til rannsóknar.

„Einn af megin styrkleikum íslensks landbúnaðar er að hér gilda framsæknar reglur um dýravelferð. Bændasamtök Íslands ætlast til að bændur fylgi þessum reglum án undantekninga og munu hér eftir sem hingað til fordæma slæma meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað.

Um blóðmerahald gilda lög um velferð dýra, nr. 55/2013, sbr. síðari breytingar og reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerðarinnar er á höndum MAST. Afar ströng viðurlög eru við því þegar slík frávik koma upp.

Bændasamtökin hvetja alla aðila í þessari atvinnugrein, MAST og Ísteka að hefja tafarlaust vinnu við að bæta eftirlit, þjálfun og verkferla til að koma í veg fyrir að tilvik eins og þessi komi upp í framtíðinni. Lýsa samtökin sig reiðubúin til þess að aðstoða eftir föngum," segir í tilkynningu frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ.

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...