Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum
Fréttir 22. nóvember 2021

Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu í framhaldi af útgáfu myndbands frá þýsku dýraverndarsamtökunum AWF/TSB sem sýnir meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur myndbandið til rannsóknar.

„Einn af megin styrkleikum íslensks landbúnaðar er að hér gilda framsæknar reglur um dýravelferð. Bændasamtök Íslands ætlast til að bændur fylgi þessum reglum án undantekninga og munu hér eftir sem hingað til fordæma slæma meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað.

Um blóðmerahald gilda lög um velferð dýra, nr. 55/2013, sbr. síðari breytingar og reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerðarinnar er á höndum MAST. Afar ströng viðurlög eru við því þegar slík frávik koma upp.

Bændasamtökin hvetja alla aðila í þessari atvinnugrein, MAST og Ísteka að hefja tafarlaust vinnu við að bæta eftirlit, þjálfun og verkferla til að koma í veg fyrir að tilvik eins og þessi komi upp í framtíðinni. Lýsa samtökin sig reiðubúin til þess að aðstoða eftir föngum," segir í tilkynningu frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...