Bændamarkaður í Garðabæ
Smáframleiðendur víða að af landinu kynntu vörur sínar á bændamarkaði sem haldinn var á Garðatorgi í Garðabæ þann 1. október sl. í tilefni af Uppskeruhátíð bæjarins.
Verslunin Me&mu var meðal þeirra sem stóðu að markaðnum og var þar hægt að smakka og skoða íslenskt framleiddar mat- og handverksvörur. Ekki var annað að sjá en gestir hátíðarinnar hafi kunnað að meta vörurnar beint úr héraði.


