Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Mynd / Aðsend
Menning 31. mars 2023

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Brynja Baldursdóttir hefur hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023 en viðurkenningin var afhent nýlega í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Þetta er fjórtánda árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins. Brynja, sem er myndlistarmaður og grafískur hönnuður, er fædd 1964 og búsett á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1982-1986 og er hún með mastersgráðu frá Royal College of Art í Bretlandi þar sem hún stundaði einnig doktorsnám.

Brynja hefur sýnt verk sín víða hér heima og erlendis og eru hennar helstu listform bóklist og lágmyndir. Þá má geta þess að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg festi nýverið kaup á stóru verki eftir Brynju sem kemur til með að verða sett upp fyrir aftan dómarana í dómsal í höfuðstöðvum þeirra.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...