Ávaxtakarfan í Eyjum
Gaman er að geta þess að Leikfélag Vestmannaeyja hefur starfað lengur en elstu menn muna en leiklistarstarfsemi hófst í Eyjum um miðja 19. öld.
Er enn talað um er kvenfélagið Líkn, snemma á tuttugustu öldinni, reið á vaðið með sýningu leikritsins Ævintýri á gönguför eftir Jens Christian Hostrup. Var leikritið afar vinsælt á þessum tíma og sýnt víða um land. Þess ber að geta að kvenfélagið hélt í framhaldinu lengi uppi leikstarfsemi við hin ýmsu tækifæri og góðan hljómgrunn.

Ávaxtakarfan vinsæla
Eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, var frumsýnt þann 28. október en leikfélag Vestmannaeyja býður upp á þá dýrð undir styrkri hönd leikstjórans Ólafs Jens Sigurðssonar.
Fjallar verkið um lærdómsríkt ferli persóna, í gervi ávaxta, sem opna augu sín fyrir því að í raun skipti einungis innræti máli – ekki útlit. Saga ávaxtanna fer yfir viðkvæmt en áleitið efni á borð við einelti og fordóma, en í ávaxtakörfunni ræður Immi ananas ríkjum með kúgun og ógnarstjórn. Maja jarðarber er hvað útsettust fyrir einelti en það breytist er Gedda gulrót kemur í körfuna.
Verður Gedda fyrir fordómum þar sem hún er grænmeti en ekki ávöxtur og tekur því við af Maju. Kemur svo að því, eins og áður sagði, að íbúar körfunnar átta sig á að innræti skiptir mestu máli og á því boðskapur leikritsins alltaf við þó ekki sé nema til að vekja viðstadda til umhugsunar.
Sýningartími
Sýnt verður á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum og er frumsýningin klukkan átta.
Næsta sýning verður svo strax daginn eftir, kl. 15 á laugardeginum 29. nóvember og á sunnudeginum á sama tíma. Ráðgert er að sýningarnar verði um tíu talsins alls, og þá um helgar, laugar- og sunnudaga klukkan 15.
Nánari upplýsingar má fá í síma 852 1940 eða á Facebook-síðu leikfélagsins.