Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sorpbrennslustöðin Funi í Skutulsfirði sem var lokað árið 2011 vegna díoxínmengunar frá henni.
Sorpbrennslustöðin Funi í Skutulsfirði sem var lokað árið 2011 vegna díoxínmengunar frá henni.
Mynd / HKr.
Skoðun 28. júní 2021

Augun að opnast

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eftir áratuga eyðimerkurgöngu í meðhöndlun sorps á Íslandi berast nú þau tíðindi að fara eigi að taka til hendi við að „undirbyggja ákvarðanir“ um tæknilausnir, staðarval og kostnað við byggingu á 100 þúsund tonna sorporkustöð sem væntanlega verður byggð á Suðurnesjum.

Að undirbúningi ákvarðanatöku, sem á að taka fjóra mánuði, standa fjögur byggðasamlög, þ.e. Sorpa, Kalka á Suðurnesjum, Sorpurðun Vestur­lands og Sorpstöð Suðurlands, auk umhverfis­ráðuneytisins. Á starfssvæði byggðasamlaganna fellur til nærri 85% alls úrgangs á landinu.

Eins og margoft hefur verið fjallað um hér í Bændablaðinu þá hefur ríkt ótrúlegt úrræðaleysi í sorpmálum Íslendinga líkt og skólpmálum um áratuga skeið. Vandræðagangurinn í sorpmálunum er einkum tilkominn vegna kreddufullrar pólitískrar afstöðu þeirra sem ráðið hafa ferðinni í umhverfismálum, bæði á landsvísu sem og í sveitarstjórnarpólitík, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á bæ vildi fólk hreinlega ekki taka mark á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í sorpbrennslumálum á Norðurlöndum og víðar um heim á liðnum áratugum. Gilti þá einu þó sýnt hafi verið fram á með vísindalegum gögnum og útreikningum ágæti þess að umbreyta sorpi í orku. Þess í stað hefur verið haldið dauðahaldi í þá afstöðu að öll brennsla á sorpi sé alslæm og ekki í takti við þá hugmyndafræði sem rekin hefur verið í loftslagsmálum.

Með þessa sérkennilegu hugmyndafræði að leiðarljósi var m.a. farið út í botnlausan fjáraustur við uppbyggingu á jarðgerðar- og gasstöð í Álfsnesi sem kostaði skatt- og útsvarsgreiðendur á sjöunda milljarð króna. Sú stöð getur samt ekki annast förgun á plasti og ýmsum efnum sem áfram hefur orðið að urða. Þá hefur verið upplýst að annað meginframleiðsluafurð stöðvarinnar, molta, er algjörlega ónothæf vegna mengandi efna sem í henni eru.

Ýmsir hafa reynt að hafa vit fyrir þeim sem ráðið hafa ferðinni. Hafa menn þar bent á tæknilausnir sem þegar eru til þannig að óþarfi sé að finna upp enn eitt hjólið á Íslandi. Þá hefur allavega eitt norskt sorpbrennslufyrirtæki boðist til að fjármagna, byggja og reka slíka stöð á Íslandi og þá helst á Suðurnesjum. Hafa menn þar meira að segja horft á þann kost að nýta koltvísýringinn sem frá stöðinni kemur fyrir ræktun grænmetis í stórum stíl til útflutnings. Ekki hafa menn samt séð ástæðu til að svara slíku boði, sem sennilega má þó meta á 35 milljarða króna.

Nú segir borgarfulltrúi VG og formaður stjórnar Sorpu, sem á og rekur jarðgerðar- og gasstöðina GAJA, í viðtali í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að þar sé „verið að ná tökum á lífrænum úrgangi“. Einnig segir:

„Næsta stóra verkefnið er að afsetja brennanlegan úrgang.“

Fram kemur í þessu viðtali að nú eigi loks að fara að skoða málin. Allt verði skoðað, meðal annars flutningur sorpsins, sótspor þess og staðarval sorporkustöðvar sem og nýting „glatvarma“. Þar er líka ánægjulegt að sjá í þessu viðtali að eftir ábendingar fjölda fólks árum saman fyrir daufum eyrum, eru íslenskir stjórnmálamenn nú loks að átta sig á að Íslendingar verði sjálfir að bera ábyrgð á eigin úrgangi.

Það ber að fagna þeim góðu tíðindum og að einhver hreyfing sé að komast á sorpeyðingar­málin á Íslandi. Skrítið er þó að menn fari fyrst að opna augun þegar styttast fer í sveitarstjórnarkosningar og vart meira en korter er í boðaðar alþingiskosningar.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f