Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / Hafliði Halldórsson
Fréttir 26. maí 2021

Atvinnuvegaráðuneytið og BÍ semja um nýtt íslenskt búvörumerki

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undirrituðu í dag samning um gerð íslensks búvörumerkis. Um er að ræða nýtt valfrjálst upprunamerki fyrir íslenskar búvörur. Því er ætlað að afmarka með skýrari hætti innlenda landbúnaðarframleiðslu á heimamarkaði og bæta þar með upplýsingagjöf til neytenda. Með því verður sérstaða íslenskra búvara betur tryggð en sambærileg merki eru til í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Mikið hagsmunamál fyrir neytendur

„Það er sameiginlegt hagsmunamál neytenda, stjórnvalda, verslunarinnar, framleiðenda og innflytjenda að bæta enn frekar merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga, m.a. um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra. Samkomulagið sem við undirritum í dag er til þess fallið að bæði tryggja betur sérstöðu innlendra búvara á markaði en um leið auðvelda neytendum að átta sig á því hvort matvæli séu framleidd úr innlendum búvörum eða ekki. Sérstakt búvörumerki fyrir íslenska framleiðslu að norrænni fyrirmynd er því mikið hagsmunamál fyrir bæði neytendur og innlenda framleiðendur búvara,” sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við undirritunina.  

Gerð búvörumerkisins er liður í aðgerðaráætlun ráðherra til eflingar íslensks landbúnaðar og er gert að norrænni fyrirmynd. Notkun á íslensku búvörumerki byggir einnig á tillögu starfshóps um betri merkingar matvæla. Með því verða íslenskar landbúnaðarvörur merktar með skýrum hætti til hagsbóta fyrir bæði neytendur og innlenda framleiðslu. 

Bændasamtökin eiga og reka merkið

Bændasamtökin munu eiga og reka merkið, gefa út leiðbeiningar um notkun þess og skipuleggja eftirlit með því. Samtökin fá fjármuni úr rammasamningi landbúnaðarins til að útfæra og undirbúa útgáfuna, en jafnframt er gert ráð fyrir að framleiðendur sem nota merkið á vörur sínar greiði fyrir það. Vinna hefst nú um mánaðamótin en opinber útgáfa verður í október á þessu ári.

Mun nýtast öllum framleiðendum

Gunnar Þorgeirsson segir að við framleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða sé nauðsynlegt að merkingar fyrir neytendur séu skýrar. „Með þessu samkomulagi um búvörumerki sem undirritað er í dag er lagður grunnur að uppbyggingu og innleiðingu á merki sem nýtast mun öllum framleiðendum íslenskra afurða. Þar horfum við til smásölu og ekki síður í mötuneytum og veitingastöðum svo neytandinn gangi að því vísu að um íslenska framleiðslu sé að ræða. Eitt af grundvallaratriðum er að merkið byggi á traustum grunni svo neytendur verði aldrei í vafa um að um íslenska framleiðslu er að ræða. Við munum leita í smiðjur nágranna okkar um regluverk og skilyrði með notkun merkisins.“ 

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...