Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skrifað var undir samkomulag um endurskoðun 25. okt. sl. Frá vinstri: Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands.
Skrifað var undir samkomulag um endurskoðun 25. okt. sl. Frá vinstri: Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / TB
Fréttir 20. nóvember 2019

Atkvæðagreiðslu um samkomulag um starfsskilyrði nautgriparæktar frestað

Höfundur: Ritstjórn

Atkvæðagreiðslu um samkomulag um endurskoðun nautgripasamnings verður frestað um eina viku. Ákvörðun um það var tekin í kjölfar umræðu og áskorunar 340 kúabænda um að samninganefndirnar settust aftur að samningaborði. Fundur er áætlaður með landbúnaðarráðherra í hádeginu í dag þar sem samningsaðilar munu ræða stöðuna.

Haft er eftir Guðrúnu S. Tryggvadóttir, formanni BÍ, á Facebooksíðu Bændasamtakanna að fram hafi komið áhyggjur af ákveðnum atriðum sem lýsir sér meðal annars í undirskriftalista sem fulltrúar BÍ fengu afhentan á þriðjudag. „Á það er hlustað og af þeim sökum hefur verið ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni og láta reyna á að ræða við fulltrúa ríkisins um mögulegar úrbætur varðandi þau stærstu í ljósi þessarar stöðu,“ segir Guðrún.

Atkvæðagreiðsla hefst 27. nóv.

Samkvæmt áður auglýstri atkvæðagreiðslu átti hún að hefjast í hádeginu í dag. Af því verður ekki og mun atkvæðagreiðslan færast til hádegis 27. nóvember og standa til 4. desember. Bændasamtökin hafa því boðað til nýrrar atkvæðagreiðslu og mun hún fara fram með rafrænum hætti og aðgengileg í gegnum vef Bændasamtakanna, bondi.is. Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda sem eru jafnframt með virkt bú í skýrsluhaldi fyrir nautgriparækt.

Hægt verður að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang frá kl. 12.00 á hádegi þann 20. nóvember til kl. 12.00 á hádegi 25. nóvember. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.