Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjölmennt hefur verið á Matarmarkaði Íslands undanfarin ár.
Fjölmennt hefur verið á Matarmarkaði Íslands undanfarin ár.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 16. desember 2022

Ástríða að baki matarhandverki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Helgina 17.-18. desember fer fram Matarmarkaður í Hörpu í Reykjavík.

Markaðurinn á rætur sínar að rekja til ársins 2011 og er hugarfóstur Hlédísar Sveinsdóttur og Eirnýjar Sigurðardóttur. Þar koma saman smáframleiðendur og matarhandverksfólk sem kynnir vörur sínar fyrir gestum og gangandi. „Á þessum árum hafa smáframleiðendur sótt í sig veðrið. Mikil vöruþróun hefur átt sér stað og fjölmargir nýir framleiðendur hafa bæst við matarmarkaðsfjölskylduna,“ segir Hlédís.

Hún segir einstaka stemningu myndast á mörkuðum. „Þeir skipta miklu máli fyrir framleiðendur, ekki bara sölulega séð heldur að fá að kynna sig og sína framleiðslu. Ná þessu samtali við kúnnann og geta sagt frá því sem liggur að baki vörunni. Myndað traust. Traust er mikilvægt þegar kemur að matvælaframleiðslu og á þessum mörkuðum hefur þú marga tugi framleiðenda sem eru tilbúnir að standa stolt með sínum vörum, enda er mikil vinna og mikil ástríða á bak við þetta matarhandverk.“

Hún nefnir að algengt sé að tvær til þrjár kynslóðir standi að baki framleiðslu eða sem koma og hjálpa til á mörkuðunum. „Í þessu hraða samfélagi sem við lifum í er fallegt að sjá ömmur og afa, mömmur og pabba leiðbeina börnum að setja upp básinn og ganga frá bás og sinna því sem þarf þess á milli. Það er dýrmæt reynsla sem á eftir að fylgja þessum börnum áfram út í lífið. Önnur skemmtileg birtingarmynd er samstarf söluaðila. Framleiðendur hittast, bera saman bækur og oft verður spennandi samstarf út úr því,“ segir Hlédís.

Matarmarkaður Íslands verður opinn frá kl. 11 til 17 báða dagana. Aðgangur er ókeypis.

Skylt efni: matarmarkaðir

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...