Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásólfsstaðir 1
Bóndinn 2. apríl 2020

Ásólfsstaðir 1

Á Ásólfsstöðum hefur sama ætt búið síðan 1846.

Fram til ársins 1962 var þar hefðbundinn sauðfjár- og kúabúskapur og hótel um nokkurra áratuga skeið, en eftir að Skógræktin keypti hluta jarðarinnar, og restinni var skipt upp í tvö lögbýli, er sauðfjárbúskap hætt.

Síðan hefur hver kynslóð reynt sig við ýmiss konar búskap, allt eftir tíðaranda og áhuga hverju sinni.

Gamli bærinn þar sem Sigurður býr.

Býli: Ásólfsstaðir 1. 

Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp-verjahreppur.

Ábúendur: Jóhannes Hlynur Sigurðsson, Marie Louise Fogh Schougaard.
Sigurður Páll Ásólfsson, faðir Jóhannesar, býr í gamla bænum sem byggður var sem hótel á sínum tíma.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Marie eiga þrjú börn; þau Jónas Ásólf, 20 ára, Önnu Birtu, 17 ára og Ástríði Sólveigu, 10 ára.

Tvö gæludýr; hundurinn Bassi og fjósakötturinn Ólafur.

Stærð jarðar?  Um 100 hektarar.

Gerð bús? Holdanautgripir og hross og ferðaþjónusta á sumrin.

Fjöldi búfjár og tegundir? 20 holdakýr og þar af leiðandi um 60 nautgipir á fóðrum og 12 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er farið á fætur um 06.30, yngsta barninu komið í skólabíl, húsfreyjan ekur til sinnar vinnu og bóndinn gefur skepnunum áður en hann fer sjálfur til vinnu. Eldri börnin eru að heiman við nám í miðri viku. Þegar vinnuskyldunni lýkur um fimm leytið er farið í gegningar og útreiðar ef veður leyfir. Yfir sumartímann lengjast dagarnir til muna, en þá þarf að þrífa gestahús, þvo og ganga frá þvotti og sjá um tjaldssvæðið í Þjórsárdal með öllu því sem tilheyrir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bóndanum og bóndasyninum finnst heyskapur á góðviðrisdögum skemmtilegastur, en húsfreyjunni, dætrunum og tengdaföður húsfreyjunnar þykir hestamennskan taka öðru fram. Leiðinlegast er að missa skepnur úr slysum eða veikindum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sennilega með svipuðu sniði, vonandi með meiri afurðir og enn betri hross.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Íslenskar búvörur framleiddar í ómengaðri náttúru ættu að höfða til margra í þéttbýlli og mengaðri veröld.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kvígurnar ásamt þarfanauti fældust flugelda eitt gamlárskvöld og týndust útí skógi.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...