Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á bænum Gaul í Staðarsveit var vel mætt af hvítum hyrndum hrútum.
Á bænum Gaul í Staðarsveit var vel mætt af hvítum hyrndum hrútum.
Mynd / Herdís Leifsdóttir
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Höfundur: HL - HKr.

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og var henni skipt í tvo hluta milli varnargirðinga, sem sagt fyrri sýningin var á Gaul í Staðarsveit og á hana voru mættir 54 hrútar í heildina. Á þeirri sýningu var einnig haft gimbrahappdrætti sem hefur vakið mikla lukku og notað til að ná upp í kostnað við sýninguna.

Seinni sýningin fór svo fram sama dag um kvöldið og hún var í Syðri-Haukatungu II og þar voru 18 hrútar í heildina. Það voru svo fimm hrútar í uppröðun á hverri sýningu og kepptu þeir svo saman og dómarar röðuðu þeim í verðlaunasæti.

Það voru veitt verðlaun fyrir þrjá flokka, þ.e. mislita kollótta og hyrnda hrúta, kollótta hrúta og svo hvíta hyrnda. Dómarar voru Sigríður Ólafsdóttir og Stella G. Ellertsdóttir.

Það var líka vel mætt í mislitu fé á Gaul. Þarna má sjá helstu bændurna með hrútana sína til keppni og í bláu lopapeysunni er Kristinn, bæjarstóri Snæfellsbæjar, mættur og konan með gráa hrútinn er sýningarhaldarinn, Heiða Helgadóttir á Gaul.

Svo voru veitt verðlaun fyrir þrjá flokka, þ.e. mislita kollótta og hyrnda hrúta, kollótta hrúta og svo hvíta hyrnda. Dómarar voru Sigríður Ólafsdóttir og Stella G. Ellertsdóttir. Það voru svo veitt vegleg verðlaun fyrir vinningssætin og þar má nefna að Kalksalt ehf. á Flateyri gaf fötur með kalksalti í verðlaun. Þetta er íslensk framleiðsla í hágæðaflokki fyrir íslenska bændur.

Syðri-Haukatunga II með besta lambhrútinn á sýningunni 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhanns­dóttir í Syðri-Haukatungu II áttu besta lambhrútinn á sýningunni 2021 og fengu fallega farandskjöldinn sem er veittur til eignar í eitt ár.

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir í Syðri-Haukatungu II áttu besta lambhrútinn á sýningunni 2021 og fengu fallega farandskjöldinn sem er veittur til eignar í eitt ár.

Halla Sif Svansdóttir frá Dalsmynni átti besta hrútinn í flokki mislitra hrúta og svo í öðru sæti var hrútur frá Halli Pálssyni á Nausti en hann var ekki viðstaddur. Í þriðja sæti voru Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhann Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi.

Í kollótta flokknum voru Helga Jóhannsdóttir í Syðri-Haukatungu II í fyrsta sæti og Guðlaug Sigurðardóttir á Hraunhálsi var í öðru sæti. Í því þriðja var Brynjar Hildibrandsson í Bjarnarhöfn.

Jón Bjarni á Bergi með besta hvíta hyrnda hrútinn

Verðlaunahafar í flokki hvítra hyrndra hrúta voru Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi í fyrsta sæti, í öðru sæti var Helga í Syðri-Haukatungu II og í þriðja sæti var Gísli Þórðarson í Mýrdal. 

Verðlaunahafar í hvítu hyrndu flokknum, talið frá vinstri: Gísli Þórðarson í Mýrdal sem var í þriðja sæti. Helga Jóhannsdóttir í Syðri-Haukatungu II sem var í öðru sæti og Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi sem var í fyrsta sæti.

Verðlaunahafar í kollótta flokknum. Talið frá vinstri: Brynjar Hildibrandsson í Bjarnarhöfn sem var í þriðja sæti. Guðlaug Sigurðardóttir á Hraunhálsi, sem var í öðru sæti og Helga Jóhannsdóttir í Syðri-Haukatungu II sem hreppti fyrsta sætið.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f