Árshátíð og fagþingi frestað vegna Covid19
Höfundur: Margrét Gísladóttir
Stjórn Landssambands kúabænda hefur ákveðið að fresta árshátíð kúabænda og fagþingi nautgriparæktarinnar, sem halda átti samhliða aðalfundi samtakanna 27.-28. mars nk., vegna Covid-19 veirunnar.
Áfram er stefnt á að aðalfundur samtakanna verði haldinn föstudaginn 27. mars en þó með breyttu sniði. Þar verði um að ræða hreinan vinnufund sem hefst að morgni og lýkur að kvöldi sama dags. Er sú ákvörðun þó með fyrirvara um breytingar á stöðunni. Stjórn LK mun áfram fylgjast með tilmælum Almannavarna og embætti Landlæknis og taka ákvarðanir út frá þróun mála.
Við minnum fólk á að afpanta bókuð herbergi sem ekki er ætlunin að nota. Miðapantanir sem nú þegar hafa borist falla niður.