Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Arnar Már Sigurðarson og Angelina Carlucci.
Arnar Már Sigurðarson og Angelina Carlucci.
Mynd / Árnes
Bóndinn 29. júlí 2019

Árnes

Arnar Már Sigurðarson og Angelina Carlucci stunda búskap á bænum Árnesi í Lýt­ings­staðahreppi. Arnar keypti jörðina í maí 2017 af ótengdum aðilum en hann og Angelina tóku síðan saman stuttu síðar. 
 
Býli: Árnes.
 
Staðsett í sveit: Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. 
 
Ábúendur: Arnar Már Sigurðarson og Angelina Carlucci.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eins og er eru það bara Arnar og Angelina en einnig eru það kettirnir Stelli, Nói, Elías Breki og Minnie. Þessir tveir síðarnefndu hafa aðsetur í fjósinu.
 
Stærð jarðar? Um 140 ha, þar af 42 ræktaðir. 
 
Gerð bús? Aðallega mjólkur­framleiðsla og nautakjötsframleðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 35 kýr, 50 gripir í uppeldi og átta kindur (sparifé).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar hefjast á mjöltum ekki seinna en klukkan sjö. Svo eru verkefni mjög fjölbreytt og breytileg eftir árstímum. Yfirleitt lýkur þeim svo um 11 að kvöldi en skiptumst við á að kíkja út í fjós og líta yfir hópinn, athuga beiðsli og gefa smá hey. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Langflest verkin eru mjög skemmtileg. En það sem stendur hæst eru sennilega mjaltirnar og heyskapur í góðu veðri. Hins vegar er alltaf leiðinlegt þegar skepnur veikjast eða tæki bila á álagstímum. Svo kemst viðhald gamalla og lélegra girðinga ekki ofarlega á þennan lista.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi bara svipaðan eða betri. Stefnum alltaf að því að bæta vinnuaðstöðuna og stækka túnin.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Félagsmál bænda eru mjög mikilvæg og hefur það sýnt sig vel undanfarið að bændur njóta góðs af öflugum félagasamtökum. Við erum þakklát þeim sem leggja þessi félagsmál á sig.
 
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara mjög vel, fólk þarf alltaf að hafa aðgang að mat og íslenskir bændur leggja mikið á sig við að framleiða úrvals matvæli.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Lambakjötið hefur verið flutt út í einhverjum mæli. Hins vegar mundum við halda að betra væri að fullnægja innanlandsmarkaðnum þegar kemur að framleiðslu búvara á Íslandi frekar en að framleiða mikið til útflutnings.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og já kokteilsósa, passar með öllu.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Klárlega heimagerðu hamborgararnir hennar Angelinu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allur þessi tími sem við höfum búið hérna hefur verið mjög eftirminnilegur. En það hefur verið sérstaklega gaman að sjá búið byggjast upp og afurðir aukast síðan við tókum við.
 
 
 
 
Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi