Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum
Mynd / Bbl
Skoðun 3. júní 2020

Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum

Höfundur: Bjarni Jónasson
Árið 2019 hófust greiðslur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa skv. reglugerð 1260/2018 um almennan stuðning við landbúnað. Ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga frá því í nóvember 2018 náði til tveggja ára, og því verður sama fyrirkomulag fyrir árið 2020.
 
Þótt stórir gæsaflotar sjáist nú í túnum víða um land, þá hafa engar tjónaskýrslur ennþá skilað sér inn í Bændatorgið fyrir árið 2020. Í fyrrnefndri reglugerð segir að „framleiðendur skuli skila inn rafrænni tjónaskýrslu um leið og tjóns verði vart í opinbert skráningakerfi, þó eigi síðar en 20. október á því ári sem tjón verður“. Eftir að tjón hefur verið tilkynnt fá úttektaraðilar tilkynningu og skulu þeir taka út tjón í samræmi við 14. gr. reglugerðarinnar og samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
 
Það er mjög brýnt að þeir bændur sem verða fyrir tjóni af völdum ágangs álfta og gæsa tilkynni strax þegar tjóns verður vart á þeirra ræktarlandi. Ef langur tími líður frá tjóni og fram að tilkynningu getur verið mjög erfitt að meta umfang tjónsins og ekki víst að tjónaskýrslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi greiðslur í reglugerðinni og samningum við úttektarmenn.
 
Að lokum er vert að minnast á að skráning bænda eru einu gögnin sem stjórnvöld og stofnanir hafa til að átta sig á umfangi tjóns af völdum álfta og gæsa. Ef bændur eru duglegir við að skrá inn tjón er það til þess fallið að varpa ljósi á vandann og styðja við frekari aðgerðir. Mjög erfitt er að rökstyðja aðgerðir þar sem engin gögn liggja að baki. Út frá skráningu síðustu ára mætti ætla að vandamálið sé ekki stórt, en margir eru því sjálfsagt ósammála. 
 
Bjarni Jónasson
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.