Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Arabær
Bóndinn 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sumarið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús.

Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna.

Býli:  Arabær.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.

Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso.

Stærð jarðar? Um 50 hektarar.

Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjónusta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs.

Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­æfingar og sækja á leikskóla.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftirminnilega atvik við frumtamningarnar.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...