Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Almennt umhirðuleysi og endurtekin brot
Fréttir 13. febrúar 2017

Almennt umhirðuleysi og endurtekin brot

Matvælastofnun tilkynnti um það 26. janúar síðastliðinn að gripið hefði verið til þess úrræðis að svipta bónda nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu.
 
Síðar kom fram í fjölmiðlum að um var að ræða kúabúið Brimnes við utanverðan Eyjafjörð. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 urðu eftir á bænum í vörslu Matvælastofnunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. 
 
Í tilkynningu Matvælastofnunar kom fram að ástæður þess að gripið hefði verið til þessa úrræðis hefðu verið þær að gripunum hefði ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri hefði verið spillt með ágangi gripa og óhreinindunum í fóðurgangi. Þá var þéttleiki í smákálfastíum of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti var ábótavant og hefur slösuðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti með því að leita lækninga. Hafi þurft að aflífa gripi af þessum sökum. Lögbundnar skráningar voru heldur ekki í lagi. 
 
Um endurtekin brot var að ræða og voru á haustmánuðum lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur. 
 
Fullnægjandi úrbætur voru ekki gerðar og því nýtti Matvælastofnun heimildir í lögum um velferð dýra til vörslusviptingar.  
 
Almennt viðvarandi hirðuleysi
 
Sigurborg Daðadóttir.
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að gripirnir verði áfram í umsjá ábúendanna á Brimnesi með ákveðnum skilyrðum. „Eitt af þeim var að ábúendur legðu fram samning við bústjóra, sem yrði þeim til aðstoðar. Það hafa þeir gert og um reyndan bónda er að ræða. Við frestum nú aðgerðum í skamman tíma og endurskoðum stöðuna að tilteknum tíma liðnum, en áfram verður samt fylgst með búinu. Þeir hafa því svigrúm til að koma skikki á búskapinn og umhirðuna,“ segir Sigurborg. Hún segir að vörslusviptingin hafi ekki komið til vegna ástands gripanna, sem slíkra. „Við þurftum hins vegar að senda þessa 45 gripi í sláturhús til að fækka gripunum í samræmi við það sem búið ber,“ segir Sigurborg. Spurð um hver beri kostnaðinn við aðgerðina segir hún að hann falli allur á bændurna. 
 
Í umfjöllun í Fréttablaðinu um málið kom fram að bændurnir á Brimnesi hefðu ekki verið sáttir við starf Matvæla­stofnunar, að ekki hefði verið hlustað á þeirra útskýringar. Sigurborg vísar þessum ummælum á bug. „Það liggur allt fyrir í eftirlitsskýrslum um það hvernig ástandið var. Þetta voru endurtekin brot þar sem almennt umhirðuleysi var viðvarandi ástand um nokkurra missera skeið, en misalvarlegt þó. Dýr voru heldur ekki stærðarflokkuð; litlir kálfar voru innan um stærri gripi og litlar kvígur innan um graðnaut, til dæmis.“ 
Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...