Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands
Mynd / Stjórnarráðið - Golli.
Fréttir 20. mars 2020

Áhrif COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg rædd í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg.

Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að fundinum hafi komið fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fylgdist náið með þróun mála og að ráðuneytinu berist reglulegar upplýsingar frá Bændasamtökum Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þar segir að eindregin samstaða sé um að lágmarka efnahagslega neikvæð áhrif veirunnar bæði til skemmri og lengri tíma.

Kristján Þór gerði meðal annars grein fyrir því að ekki væru fyrirséðar hindranir á innflutningi á áburði og fóðri en grannt væri fylgst með þeirri þróun. Þá hefðu Bændasamtök Íslands auglýst eftir viljugu fólki til þess að sinna afleysingaþjónustu fyrir bændur og að áhersla væri lögð á mögulegar afleysingar fyrir einyrkja og minni bú.

Varðandi sjávarútveg væri ljóst að eftirspurn eftir ferskum fiski í Evrópu væri orðin því sem næst engin. Áhrifin væru þó víðtækari og ekki bundin við ferskar afurðir enda yrðu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vör við samdrátt í eftirspurn allra tegunda inn á sína sterkustu markaði.

Loks gerði Kristján Þór grein fyrir því að ráðuneytið myndi áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til nauðsynlegra aðgerða eftir því sem tilefni verður til.
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...