Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands
Mynd / Stjórnarráðið - Golli.
Fréttir 20. mars 2020

Áhrif COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg rædd í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað og sjávarútveg.

Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að fundinum hafi komið fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fylgdist náið með þróun mála og að ráðuneytinu berist reglulegar upplýsingar frá Bændasamtökum Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þar segir að eindregin samstaða sé um að lágmarka efnahagslega neikvæð áhrif veirunnar bæði til skemmri og lengri tíma.

Kristján Þór gerði meðal annars grein fyrir því að ekki væru fyrirséðar hindranir á innflutningi á áburði og fóðri en grannt væri fylgst með þeirri þróun. Þá hefðu Bændasamtök Íslands auglýst eftir viljugu fólki til þess að sinna afleysingaþjónustu fyrir bændur og að áhersla væri lögð á mögulegar afleysingar fyrir einyrkja og minni bú.

Varðandi sjávarútveg væri ljóst að eftirspurn eftir ferskum fiski í Evrópu væri orðin því sem næst engin. Áhrifin væru þó víðtækari og ekki bundin við ferskar afurðir enda yrðu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vör við samdrátt í eftirspurn allra tegunda inn á sína sterkustu markaði.

Loks gerði Kristján Þór grein fyrir því að ráðuneytið myndi áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til nauðsynlegra aðgerða eftir því sem tilefni verður til.
 

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...