Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 1. nóvember 2023

Ágreiningur um ágang

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stofnstærð álfta og heiðagæsa hefur stækkað töluvert og bændur verða varir við mikla ásókn stórra hópa geldfugla á tún og akra sem eru þeim til ama.

Í sumar sótti Hákon Bjarki Harðarson, bóndi á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit, um undanþágu frá verndarlögum að skjóta allt að fimm fugla í þeim tilgangi að fæla frá þaulsetinn álftahóp en fékk höfnun. Hann sér lítinn tilgang í að sækja um styrk vegna tjóns af völdum ágangs því ef tjónabætur eru samþykktar fellur jarðræktarstyrkur niður á móti og sama upphæð fæst vegna tjóns.

Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segist heldur ekki sækja um tjónabætur enda liggi kostnaðurinn í efni og vinnu við að afstýra búsifjum frekar en að verða fyrir tjóni.

Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi.

Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágang og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. 

Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 20–22 í nýútkomnu Bændablaði.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...