Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember. Samkeppniseftirlitið hefur áfrýjað.

Í tilefni af dómnum sendi Samkeppniseftirlitið (SKE) kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra erindi þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms öðluðust búvörulög ekki lagagildi og þar með gilda samkeppnislög um samstarf og samruna kjötafurðastöðva fullum fetum. SKE greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

SKE vildi með erindi sínu gefa kjötafurðastöðvum kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sem kunna að nýtast við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómnum.

Heimilt er að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar ef talið er að niðurstaða slíks máls geti haft fordæmisgildi eða verulega þýðingu við beitingu réttarreglna.

Að mati SKE er fordæmisgildið augljóst þegar kemur að beitingu samkeppnislaga vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum laganna.

Enn fremur getur niðurstaða málsins haft áhrif á túlkun 44. greinar stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

Málið hefur jafnframt mikla samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði.

SKE hefur beint þeim tilmælum til viðkomandi aðila að grípa ekki til neins konar aðgerða sem geta farið gegn samkeppnislögum á meðan málið er fyrir dómstólum.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...