Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinsson, kúabændur á Syðri-Gróf.
Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinsson, kúabændur á Syðri-Gróf.
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð vegna brjóskloss og segir hægara sagt en gert að fá afleysingu. Skilmálar tryggingaverndar setja bændum þröngar skorður.

Axel Páll rekur kúabúið með Elísabetu Thorsteinsson, eiginkonu sinni. Hann fékk brjósklos í sumar og þurfti að fara í aðgerð í október. Hann fékk skýr fyrirmæli um að hann mætti eingöngu sinna auðveldum verkum í fjórar vikur á meðan hann væri að jafna sig eftir aðgerðina.

Vinnutíminn fælir frá

Hjónin gerðu mikla leit að starfsmanni sem gæti hlaupið í skarðið, en varð ekkert ágengt fyrr en á fjórðu viku veikindaleyfis Axels Páls. Afleysingamaðurinn sem þau fengu stundar nám við Fjölbrautaskólann á Suðurlandi og hefur tíma aflögu vegna verkfalls kennara. Hann auglýsti þjónustu sína á Facebook og sóttust fjölmargir bændur eftir að ráða hann. Þangað til voru vinir og vandamenn fengnir til þess að létta undir, en mest allt verkefnaálagið hefur lent á Elísabetu. „Hún fer á fætur klukkan hálf sex á morgnana og skríður upp í rúm klukkan átta á kvöldin,“ segir Axel Páll.

Hann segist skilja af hverju það sé erfitt að ráða afleysingafólk í skamman tíma, en vinnutíminn við mjaltir kvölds og morgna er ekki aðlaðandi vegna þess los sem verður á deginum milli mála. Hann kallar eftir því að komið verði upp fyrirkomulagi þannig að fólk gæti haft fullt starf af afleysingum í landbúnaði. Það gæti þá sinnt öðrum störfum milli mjalta og skipst á að taka kvöld og morgunmjaltir.

Staðgengilstrygging nýtist ekki

Félagsmenn Bændasamtaka Íslands (BÍ) eiga rétt á staðgengilstryggingu sem á að standa undir launakostnaði við afleysingar. Þegar Axel Páll hafði samband við BÍ var viðmótið jákvætt og honum tjáð að hann ætti rétt á að sækja um bætur í gegnum samning BÍ við Sjóvá.

Skilmálum trygginganna fylgi hins vegar miklar skorður sem hafa orðið til þess að Axel Páll hefur ekki getað nýtt sér þær. Þar er til að mynda kveðið á um að sá tryggði þurfi að vera óvinnufær í að minnsta kosti þrjá mánuði af völdum veikinda eða slysa. Hámark endurgreiðslunnar frá tryggingafélaginu er 350.000 krónur á mánuði og bendir Axel Páll á að verktaki á meðallaunum væri ekki marga daga að tæma þann sjóð.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f