Afkoma MS batnar
Fréttir 29. júlí

Afkoma MS batnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt ársreikningi Mjólkursamsölunnar fyrir 2019 batnaði afkoma hennar frá árinu þar á undan. 167 milljón króna hagnaður var á starfsemi MS á síðasta ári.

Ari Edwald, forstjóri MS segir að afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatt sé sú sama 2018 og 2019 eða hagnaður uppá tæpar 170 milljónir króna. „Munur á niðurstöðu milli ára felst í gjaldfærslu árið 2018 á sekt Samkeppniseftirlitsins vegna meintra brota á samkeppnislögum. Það mál er nú fyrir Hæstarétti en gjaldfærsla var engu að síður framkvæmd þegar héraðsdómur lá fyrir.

„Ég tel niðurstöðuna á síðasta ári viðunandi miðað við aðstæður. Það voru engar verðhækkanir á söluvörum MS á árinu 2019 en miklum kostnaðarhækkunum var mætt með hagræðingu. Þar má nefna samningsbundnar launahækkanir sem námu á þriðja hundrað milljónum króna, ýmsar hækkanir frá birgjum tengdar verðlagsþróun og svo t.d. skattahækkanir, en bara álögur vegna bifreiðareksturs MS hækkuðu um 35 m.kr. á síðasta ári. Almennt talað er afkoma MS samt engan veginn ásættanleg og uppsöfnuð niðurstaða frá 2007, er reksturinn komst í núverandi mynd, er um 700 milljóna króna tap. Afkoman hefur batnað en samt er hagnaður í fyrra aðeins 0,6% af tæplega 28 milljarða króna veltu og arðsemi eigin fjár, sem nemur rúmum 8 milljörðum króna, er aðeins um 2%. Opinber fyrirtæki eins og veitufyrirtæki, miða við að þau þurfi að hafa 6-8% arðsemi eigin fjár. Þótt Mjólkursamsalan sé ekki hagnaðardrifið fyrirtæki á innanlandsmarkaði þarf fyrirtækið að geta viðhaldið sér og fjárfest í nýjungum og tækjum og til þess þarf afkoman að batna frá því sem verið hefur.“

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...