Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Af rúllupylsuaðferðum
Mynd / smh
Skoðun 17. maí 2021

Af rúllupylsuaðferðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslensk stjórnvöld eru komin í dálítið undarlega stöðu vegna nær alsjálfvirkra samþykkta á reglum sem hlaðið hefur verið einhliða og óumbeðið ofan á EES-samninginn. Eitthvað sem íslenska þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um.

Þjóðin fékk ekki heldur að kjósa um samninginn sem gerður var af þrem aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Íslandi, Noregi og Liechtenstein við 28 aðildarríki Evrópusambandsins 1993.

Margir lofa EES-samninginn sem tók gildi 1. janúar 1994 í hástert og segja gildi hans fyrir íslenskan efnahag ótvírætt. Vissulega breytti aðlögun Íslands að þessum samningi heilmiklu í okkar viðskiptum, en samt er útilokað að fullyrða að án hans væri væri allt hér miklu verra. Einfaldlega vegna þess að Íslendingar og EFTA-þjóðirnar sem heild hefðu aldrei setið með hendur í skauti og sett öll sín viðskipti í núllstöðu.

EFTA-ríkið Sviss hefur t.d. aldrei verið hluti af EES-samningnum, en trúlega stendur engin Evrópuþjóð efnahagslega betur en Svisslendingar í dag, nema borgríkin í Liechtenstein og Lúxemborg.

Tölur Alþjóðabankans (World Bank) sýna að verg landsframleiðsla (VLF) á mann 2019, eða fyrir COVID-19, var mest í Liechtenstein, eða 181.402 (US) dollarar á mann. Þar eru íbúar 38.896 og búa í 160 ferkílómetra (km2) landi sem er ekki aðildarríki ESB.
Lúxemborg var í öðru sæti með 114.685 dollara. Þar eru íbúar 633.622 og búa á 2.586,4 km2. Síðan kom Sviss með 81.989, þá Írland með 78.779 dollara, Noregur 75.420 dollara og Ísland með 67.085 dollara á mann. Bandaríkin koma svo fast á hæla Íslandi, 65.298 dollara.

Þegar menn líta til Evrópusambandsins sjá margir beina aðild sem lokatakmarkið í innleiðingu á óumbeðnu viðbótar regluverki EES-samningsins. Þá er Þýskaland yfirleitt talið límið sem heldur því saman.

Þjóðverjar eru vissulega til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Þessi hornsteinn ESB er samt mikill eftirbátur Íslands þegar kemur að vergri landsframleiðslu á mann sem gjarnan er notað til að meta efnahagsstyrkleika þjóða. Þar var landsframleiðslan samkvæmt tölum Alþjóðabankans „aðeins“ 46.468 dollarar á árinu 2019. Eða nær þriðjungi lægri en á Íslandi og 35.521 dollurum lægri á mann en í Sviss sem stendur utan við bæði ESB og EES.

ESB-landið Danmörk er með talsvert minni verga landsframleiðslu á mann en Ísland, eða 60.213 dollara. Svíþjóð er með 51.648 dollara og Finnland með 48.771 dollar.

Bretland, sem er nýgengið úr ESB, var 42.329 dollara VLF á mann 2019. Fyrir utan fjölmennasta ESB-ríkið Þýskaland, þá er Frakkland næstfjölmennasta ríkið og ein af meginstoðum bandalagsins með 40.495 dollara á mann. Þriðja stærsta aðildarríkið, Ítalía, var með 33.226 dollara og fjórða stærsta ESB-ríkið, Spánn, var með 29.565 dollara VLF á mann á árinu 2019.

Þegar litið er á þessar tölur mætti öllum vera ljóst að Ísland er efnahagslega betur statt en öll ESB-löndin að undanskildu borgríkinu Lúxemborg og Írlandi. Því ætti mönnum líka að vera það ljóst að Ísland mun aldrei fá einhverja ölmusu úr sjóðum ESB. Það er hrein blekking að halda slíku fram. Nettó aðildargjöld hljóta því að verða mjög há fyrir Ísland.

Spurningin er bara hvort EES-samn­ingurinn muni með rúllupylsu­aðlögunar­aðferðinni, á endanum gera íbúa Liechten­stein, Noregs og Íslands sjálfkrafa að hæstu skattgreiðendum í heimi í sjóði ESB. Eitthvað sem sem aldrei hefur verið borið undir íbúa þessara þjóða. 

Skylt efni: EFTA | EES-samningurinn | esb

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f