Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ætiplöntur  og annað mas
Líf og starf 9. mars 2021

Ætiplöntur og annað mas

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru hinar sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins sem birtust á síðum Bændablaðsins frá árinu 2015–2020.

Þau kryfja eina plöntu í hverjum þætti, skoða ræktun hennar og nytjar ásamt því að finna til áhugaverðar staðreyndir og sögur tengdar plöntunni. Inn á milli spila þau þematengd hljóðbrot.

Í fyrsta þættinum tóku þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur.
„Eitt af mínum markmiðum í lífinu er að útrýma nafninu sætar kartöflur. Þetta er villandi nafn því þetta eru ekki kartöflur,“ segir Vilmundur og leggur til heitið sætuhnúðar, því um er að ræða neðanjarðarhnýði sem er forðarót, sem við leggjum okkur til munns.

Í öðrum þætti fara þáttastjórnendurnir svo á flug við að ræða hrísgrjón, sem er sú planta sem hefur fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum.

„Japönsku bíltegundirnar Toyota og Honda heita eftir hrísgrjónum. Toyota þýðir ríkulegur hrísgrjónaakur, á meðan Honda þýðir aðal hrísgrjónaakurinn,“ segir Guðrún Hulda m.a. í þættinum meðan Vilmundur fer yfir þær lífsstílsbreytingar sem hann þarf að horfast í augu við. En í þeim þarf hann, meðal annars, að hætta að borða hrísgrjón.

Hægt er að senda inn spurningar til þáttastjórnendanna í gegnum netfangið floran@bondi.is en í næsta þætti hyggja þau á umræður um Inkakorn, sem margir þekkja undir tökuorðinu kínóa.

Flóran er aðgengileg í spilara Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is/hladan, sem og í öllum helstu hlaðvarpsveitum svo sem á Spotify og Apple Podcast.

Flóran #2 Hrísgrjón - Bændablaðið (bbl.is)

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...