Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hann stendur árvakur sína vakt, starfsmaður Sorpu í Mosfellsbæ. Flokkun og endurvinnsla eru grunnþættir hringrásarhagkerfis sem orðið er lögbundið hér á landi.
Hann stendur árvakur sína vakt, starfsmaður Sorpu í Mosfellsbæ. Flokkun og endurvinnsla eru grunnþættir hringrásarhagkerfis sem orðið er lögbundið hér á landi.
Mynd / ATG
Á faglegum nótum 22. maí 2023

Að nýta vel það sem til fellur – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 7. hluti.

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Hringrásarhagkerfi byggir á flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu en hvað með námurekstur?

Hringrásarhagkerfi

Mikið er rætt og ritað um þróun hagkerfa, sem reynd hafa verið mislengi til þessa, í átt til hagkerfis sem byggir á sem mestri hringrás áður nýttra hráefna, endurnýtingu nýrra efna úr auðlindum jarðar og á sjálfbærni. Samtíms eru fleiri en ein kenning og margar skilgreiningar á lofti um helstu þætti slíks hagkerfis og um hvernig helstu hagfræðikenningar og stjórnmál ríma við hringrásarhagkerfi. Umhverfisbreytingar, og einkum loftslagsbreytingar, hafa snaraukið umræður og stefnumótun í þessum efnum. Hugtakið er komið inn í íslensk lög er snúast um úrgangsmál og stefnumið um hringrásarhagkerfi eru til umræðu í stjórnmálum, vísindum og margvíslegri miðlun og ummræðu. Greinargerðin Samtaka um hringrásarhagkerfi (Environce, september 2022, fyrir Austurland) er fróðlegt dæmi um stöðu og aðgerðir í úrgangsmálum sem gagnast geta hringrásarhagkerfi, unnin fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga (sjá t.d. www.samband.is).

Flokkun úrgangs

Flokkar úrgangs úr mannvist síðustu áratuga, jafnvel alda, eru orðnir tugir talsins, eftir því í hvaða ríkjum og samfélögum borið er niður, allt frá mjög hættulegum spilliefnum til margþátta lífræns úrgangs án aðskotaefna. Hjá SORPU eru 12 megin úrgangsflokkar í söfnunarkerfi þess stóra þjónustusamlags. Þeir eru álíkir hjá öðrum fyrirtækjum sem veita þjónustu á sama sviði. Gjaldtöku fyrir förgun (sbr. úrgang frá fyrirtækjum og lögaðilum á endurvinnslustöðvum) eða greiðslum við skil (sbr. drykkjarumbúðir) er beitt til að minnka úrgangsmagn. Neytendur og fyrirtæki þurfa að kynna sér vel flokkun, afhendingu og förgun.

Endurvinnsla

Endurvinnsla er haft um alls konar ferli sem ná yfir meðferð á úrgangi er skilar vinnanlegu hráefni í vörur eða nothæfum hlutum. Algengur úrgangur til endurvinnslu eru málmar, pappír/ pappi, plast og gúmmí en margt fleira má endurvinna enda færist endurvinnsla í vöxt.

Enn er þó miklu brennt í misfullkomnum brennslustöðvum og sorp enn víða urðað.

Endurnýting

Endurnýting söluvara eða hluta sem hafa lent eða enda í úrgangsferlum er frábrugðin endurvinnslu. Endurnýting á við þegar söluvara eða hlutur sem hefur verið notaður, eða ónotaður en telst úreltur, er tekinn til notkunar án viðgerða eða breytinga, eða gert er við hann. Endurnýting eykst og má þar nefna fatnað og skó, húsgögn og heimilistæki.

Námurekstur

Sumar náttúrunytjar eru augljóslega endurnýjanleg ferli. Dæmi um þau eru sjálfbærar skógarnytjar, raforkuframleiðsla með fallvatni og sjálfbærar lax- og silungsveiðar. Þess er þá gætt að jafnvægi sé á milli nytja og verndar og samfélag og efnahagur teljst vera „í blóma“ eins og sagt er. Námurekstur merkir að tekið er efni úr náttúrunni til gagns en um leið vitað að efnið endurnýjast seint á mannlegan mælikvarða eða endurnýjast ekki (og þannig er það oftast). Námurekstur var/er talinn nauðsynlegur eða óhjákvæmilegur í mörgum tilvikum en jafnframt augljóst að hann er ekki sjálfbær iðja. Dæmi eru kolavinnsla, járnnám og grjót- og malarám. Viðhorf til námureksturs getur breyst með tíð og tíma.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...