Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mast voru 40 áburðarfyrirtæki með skráða starfsemi á árinu.

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að fimm áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða og ein var með of mikið kadmíum. Fjórar voru með of lítið köfnunarefni, engin með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí, engin með of lítið kalsíum, ein með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Í nokkrum tilfellum mældust fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum í sömu áburðartegundinni. Þessar sex tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Þessum áburðartegundum má ekki dreifa til notenda fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. 

Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og í einu tilfelli yfir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.

Á heimasíðu Mast segir að fáar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.

 

Ítarefni

Ársskýrsla áburðareftirlits 2021

 

Skylt efni: Mast áburður

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...