Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2022

Vel fylgst með innflutningi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað í Evrópu undanfarna mánuði til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu en þar sem hún berst meðal alifugla og milli landa með farfuglum hefur það reynst erfitt. Fjöldi lifandi unga af varphænum eru fluttir til landsins árlega.

Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar MAST, segir að verklag stofnunarinnar í tengslum við innflutning frjóeggja og dagsgamalla unga sé með þeim hætti að nokkrum dögum fyrir væntanlegan innflutning sé tekin staða á fuglaflensu í útflutningslandinu.

Áhættumat erlendis

„Við skoðum meðal annars hvort það séu í gildi einhverjar hömlur sem tengjast fuglaflensu á upprunabúi eggjanna/unganna og er áhættan metin út frá því. Þannig að ef upprunabúin eru innan skilgreindra svæða þar sem í gildi eru höft eða hömlur er innflutningur ekki leyfður. Auk þess er skoðað hver útbreiðsla og þróun smitsins sé í landinu og tekið mið af áhættumati þarlendra dýraheilbrigðisyfirvalda.“

Eftirlit innanlands

Við komuna til landsins tekur við einangrun í að minnsta kosti 6 vikur undir eftirliti Matvælastofnunar. Hrund segir að í ljósi aðstæðna á stöðu fuglaflensu í Evrópu sé verið að skoða hvort auka eigi það eftirlit og taka sýni úr dagsgömlum ungum en til þessa hefur það verið gert síðar á meðan einangrun stendur.

 Góð samvinna við Mast

Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjabúsins, segir að til þessa hafi fuglaflensa ekki haft áhrif á innflutning á lifandi ungum. „Við eru í góðu sambandi við Mast og þeir fylgjast vel með þróuninni erlendis og svo eru við með einangrunarstöð hér á landi þar sem tekin eru sýni úr ungunum áður en þeir fara í framleiðslu.

Jón Magnús Jónsson, fram­kvæmda­stjóri Reykja­búsins.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...