Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
584,6 milljónum úthlutað
Fréttir 29. ágúst 2022

584,6 milljónum úthlutað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu úthlutaði matvælaráðherra 584,6 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls var sótt um styrki fyrir 211 verkefni og hlutu 58 þeirra úthlutun að þessu sinni.

Meðal verkefna sem hlutu úthlutun má nefna: Hringrásarhænur í bakgörðum, Þróun sælkeravöru úr lamba­ og kindaslögum, Markaðsátak í útflutningi á íslensku viský, Nýjar matvörur úr ærkjöti, Bætiefnadrykkir með íslenskum þörungum og Rannsókn á nýtingarhlutfalli og efnainnihaldi lambakjöts og aukaafurða.

Sköpunarkraftur og áræðni

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að „sá sköpunar­ kraftur og sú áræðni sem íslenskir matvælaframleiðendur búa yfir sé sérstakt ánægjuefni og sýnir áþreifanlega að Ísland er á réttri leið sem matvælaland. Það gleður mig einnig að sjá að hlutföll á milli kynja eru nær jöfn.“

Fjórir styrkjaflokkar

Bára styrkir verkefni á hugmynda­stigi til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskri matvælaframleiðslu. Styrkþegar geta verið fyrirtæki sem stofnuð eru á síðustu fimm árum. Einnig frumkvöðlar sem vilja þróa hugmynd, hráefni eða aðferðir sem tengjast íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 23 verkefni að heildarupphæð 60.820.00 króna í þessum flokki.

Kelda styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar sem styður við markmið sjóðsins um nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnis hæfni íslenskrar matvælafram­leiðslu. Alls hlutu 14 verkefni að heildarupphæð 202.300.000 króna í þessum flokki.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun. Alls hlutu 11 verkefni að heildarupphæð 187.300.000 króna í þessum flokki.

Fjársjóður styrkir verkefni sem hafa það markmið að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 10 verkefni að heildarupphæð 134.225.000 króna í þessum flokki.

Hlutverk Matvælasjóðs

Í tilkynningu á vef matvæla­ráðuneytisins segir að hlutverk Matvælasjóðs sé að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar­ og sjávarafurðum.

Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnis­hæfni íslenskra matvæla.

Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðs­sókn á erlendum mörkuðum.

Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...