Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
BMW GS 1250 HP.
BMW GS 1250 HP.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 18. júní 2019

1800 kílómetra prufuakstur á BMW GS1250 HP

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Síðustu vikuna í maí var mér boðið í mótorhjólatúr með fjórum amerískum mönnum á sextugsaldri hringinn í kringum Ísland á vegum innflutningsaðila BMW mótorhjóla á Íslandi. Hjólið sem mér var afhent til ferðarinnar var BMW GS 1250 HP.
 
Vel útbúið til langferða í íslenskum kulda og vindi
 
Í byrjun júní 2016 skrifaði ég hér um BMW GS1200, það hjól var með 125 hestafla vél og fínt að keyra í alla staði, en nú er komið nýtt og enn betra hjól sem er hlaðið af aukabúnaði og þægindum. Nýja hjólið er með tveggja strokka boxervél sem er 1254 cc og á að skila 134 hestöflum og togar 143Nm. á 6250 snúningum.
 
Munurinn á gömlu vélinni og þeirri nýju er ekki nema 9 hestöfl, en þessi fáu hestöfl virðast vera ótrúlega stór hestöfl og munurinn á gömlu og nýju vélinni mikill. 
 
Þetta hjól er með ABS bremsur, spólvörn, hita í handföngum, stillanlega fjöðrun, hraðastilli (cruse control), brekkuaðstoð (hillholder), fjórar mismunandi stillingar og viðbragð á vél (rain, road, enduro og dynamic) og kúplingslausa skiptingu (quick-shifter). Flest af þessu var í eldra hjólinu, en hraðastillirinn er nýtt fyrir mér (hins vegar búið að vera í mörgum mótorhjólum í um 30 ár, keyrði fyrst hjól með hraðastilli 1988 sem er Honda GoldWing).
 
Var settur á sérstakt sýningarhjól hlaðið aukabúnaði
 
BMW GS 1250 er hægt að fá í nokkrum útgáfum, en ódýrast er hjól sem nefnist GS1250, en hjólið sem ég var á nefnist HP og hafði verið sem sýningarhjól í Þýskalandi í vetur. Þetta hjól var hlaðið aukabúnaði sem var sérstaklega sett á hjólið til að það myndaðist betur (búið að „blinga“ í botn). Auka fótpedalar, gírskiptir, fótbremsuhemill, ventlalok, lok framan á mótorinn, handföng, speglar og grófari dekk, svo eitthvað sé nefnt (innflutningsaðilinn vildi meina að alls væri aukabúnaður á hjólinu að verðmæti um 500.000).
 
Smá vatnasull verður að vera í öllum góðum mótorhjólatúrum.
 
Aksturinn varð alltaf ánægjulegri eftir því sem leið á
 
Fyrsti dagurinn var stuttur og eingöngu malbik, en strax fann ég muninn frá fyrra hjólinu, stærri og betri speglar, stærri fótstig (fótpedalar) og svo var það mótorinn sem var að vinna allt öðruvísi. Togið var meira og snerpan meiri, svo var það að keyra með „cruse control“, það var svolítið mikið nýtt fyrir mér sem með tímanum var eins og gott hjónaband, ástin bara jókst með tímanum og dögunum.
 
Eftir fyrsta dag vorum við allir sammála um að hjólin væru hreint æðisleg og í spjalli yfir kaffibolla í lok dags kom í ljós að tveir af ferðafélögum mínum höfðu aldrei ekið á malarvegi á mótorhjóli. 
 
Annar sextugur og hinn fimmtugur og sá ég þarna gott tækifæri til að sjá hvað gott hjól gerir fyrir óvanan mann á möl. Sá eldri hafði aldrei keyrt mótorhjól standandi svo að hann var skoðaður sérstaklega. Ég keyrði ýmist til beggja hliða og fyrir aftan hann standandi horfandi yfir axlir hans að fylgjast með í hvaða gír og á hvaða hraða hann væri á. Það tók hann ekki nema á milli 5 og 15 km að fara úr 50 km hraða á malarveginum upp í löglegan hraða, svo gott var hjólið undir honum. Á  40 ára mótorhjólaferli mínum hef ég aldrei séð mann ná réttri tækni við malarakstri og þennan mann.
 
Flest aðeins betra og BMW þolir meiri hliðarvind en önnur hjól
 
Í lok ferðarinnar fór ég upp á Kvart­mílubraut til að skoða hámarkshraða hjólsins, enginn á brautinni og því hægt að skoða alveg frá enda í enda og hjólið hentist upp í póstnúmerið í Hafnarfirði, en þar hægðist á krafti fjórum kílómetrum hraðar, var komið nóg. 
 
Sá sextugi var fljótur að ná hraðanum á mölinni á lausum og þurrum veginum.
 
Greinilegt að nýja ventlakerfið er að koma hjólinu vel áfram bæði í hestöflum og togi. Þessir 1800 km sem ég ók voru við misgóðar aðstæður og stóðst hjólið allar þær kröfur sem gott ferðahjól þarf að standast, þó er mín reynsla að BMW mótorhjól eru afar vel hönnuð til aksturs í miklum vindi og síðasta daginn var mikill hliðarvindur og ekki hefði ég viljað hafa verið á öðru hjóli við þessar aðstæður en einmitt á þessu hjóli. Ég hef keyrt BMW hjól síðustu 14 árgerðir, með hverju nýju hjóli er alltaf smá munur sem er betri.  BMW 1250 HP er 249kg fullt af bensíni. Verðið á hjólinu er nálægt 4.000.000, en fer algjörlega eftir hve mikið af aukabúnaði er pantað með hjólinu. Persónulega mæli ég eindregið með að kaupa strax við pöntun veltigrindur á hjólið. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Eiður hjá Reykjavík Motor Center, Flatahrauni 31, Hafnarfirði.

6 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.