Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 8. september 2017

123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár

Höfundur: TB

Af 2.422 sauðfjáreigendum í landinu síðastliðið haust voru 123 með 600 kindur eða fleiri eða 5,1% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 41 og næst flest á Vesturlandi 27. Samtals voru 286 bú með 400-599 kindur eða 11,8%. Flest þeirra voru einnig á Norðurlandi vestra eða 73. Þar á eftir komu Austurland með 53 bú, Vesturland með 49, Norðurland eystra með 47 og Suðurland með 44. Samtals voru 493 bú með 200-399 kindur eða 20,4% en langflestir sauðfjáreigendur eru með 199 eða færri kindur eða 1.520 sem eru tæplega 63% af heildinni. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi sem birt er á vef stofnunarinnar.  

Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 árið 2016 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.

Samtals fjölgaði kindum um 1.050 á milli ára eða 0,22%. Um óverulegar breytingar var því að ræða á heildarfjölda sauðfjár. Utan suðvesturhornsins, þar sem fé er tiltölulega fátt, fjölgaði mest á Vesturlandi um 2,2% og á Norðurlandi vestra um 1,7%. Hlutfallslega mesta fækkunin varð á Vestfjörðum um 2,1% og á Suðurlandi um 1,7%. Eftir sveitarfélögum var mest fjölgun í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, um 1000-1200 kindur í hverju sveitarfélagi. Langmesta fækkunin varð í Árneshreppi þar sem kindum fækkaði um ríflega 900 eða ríflega þriðjung. Næst mesta fækkunin varð í Mýrdalshreppi um tæplega 600 kindur eða 11,5%, segir í skýrslu Byggðastofnunar.

Dreifing sauðfjár á Íslandi - pdf

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...