Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 8. september 2017

123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár

Höfundur: TB

Af 2.422 sauðfjáreigendum í landinu síðastliðið haust voru 123 með 600 kindur eða fleiri eða 5,1% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 41 og næst flest á Vesturlandi 27. Samtals voru 286 bú með 400-599 kindur eða 11,8%. Flest þeirra voru einnig á Norðurlandi vestra eða 73. Þar á eftir komu Austurland með 53 bú, Vesturland með 49, Norðurland eystra með 47 og Suðurland með 44. Samtals voru 493 bú með 200-399 kindur eða 20,4% en langflestir sauðfjáreigendur eru með 199 eða færri kindur eða 1.520 sem eru tæplega 63% af heildinni. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi sem birt er á vef stofnunarinnar.  

Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 árið 2016 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.

Samtals fjölgaði kindum um 1.050 á milli ára eða 0,22%. Um óverulegar breytingar var því að ræða á heildarfjölda sauðfjár. Utan suðvesturhornsins, þar sem fé er tiltölulega fátt, fjölgaði mest á Vesturlandi um 2,2% og á Norðurlandi vestra um 1,7%. Hlutfallslega mesta fækkunin varð á Vestfjörðum um 2,1% og á Suðurlandi um 1,7%. Eftir sveitarfélögum var mest fjölgun í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, um 1000-1200 kindur í hverju sveitarfélagi. Langmesta fækkunin varð í Árneshreppi þar sem kindum fækkaði um ríflega 900 eða ríflega þriðjung. Næst mesta fækkunin varð í Mýrdalshreppi um tæplega 600 kindur eða 11,5%, segir í skýrslu Byggðastofnunar.

Dreifing sauðfjár á Íslandi - pdf

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...