Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 8. september 2017

123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár

Höfundur: TB

Af 2.422 sauðfjáreigendum í landinu síðastliðið haust voru 123 með 600 kindur eða fleiri eða 5,1% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 41 og næst flest á Vesturlandi 27. Samtals voru 286 bú með 400-599 kindur eða 11,8%. Flest þeirra voru einnig á Norðurlandi vestra eða 73. Þar á eftir komu Austurland með 53 bú, Vesturland með 49, Norðurland eystra með 47 og Suðurland með 44. Samtals voru 493 bú með 200-399 kindur eða 20,4% en langflestir sauðfjáreigendur eru með 199 eða færri kindur eða 1.520 sem eru tæplega 63% af heildinni. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi sem birt er á vef stofnunarinnar.  

Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 árið 2016 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.

Samtals fjölgaði kindum um 1.050 á milli ára eða 0,22%. Um óverulegar breytingar var því að ræða á heildarfjölda sauðfjár. Utan suðvesturhornsins, þar sem fé er tiltölulega fátt, fjölgaði mest á Vesturlandi um 2,2% og á Norðurlandi vestra um 1,7%. Hlutfallslega mesta fækkunin varð á Vestfjörðum um 2,1% og á Suðurlandi um 1,7%. Eftir sveitarfélögum var mest fjölgun í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, um 1000-1200 kindur í hverju sveitarfélagi. Langmesta fækkunin varð í Árneshreppi þar sem kindum fækkaði um ríflega 900 eða ríflega þriðjung. Næst mesta fækkunin varð í Mýrdalshreppi um tæplega 600 kindur eða 11,5%, segir í skýrslu Byggðastofnunar.

Dreifing sauðfjár á Íslandi - pdf

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...